Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 17
IÐUNN
Tvær konur.
187
Hrotið er þungt í hverri kró,
hrökkur upp stöku maður þó,
púar á ioðinn ljóra:
„Hvergi greinir skýjaskil.
Skelfing er af myrkri tii.
Skyldi tunglið tóra?
Það er fyrir fjúki að dreyma hann Móra“.
Það er fyrst þegar þjóðin festir augun á frelsishug-
sjcninni á fjallstindinum, að hún réttir úr bakinu og
brýtur af sér okið. Hversvegna erum vér nú frjálsir
menn í frjálsu landi? Af því að vér áttum menn, sem
aldrei mistu sjónar á hugsjón sinni. Þeir klifu brattann
og komust upp á tindinn.
Því miður höfum vér ekki verið eins heppnir á öllum
sviðum sem þessu. Sjálfstæðisþráin greip þjóðina fyrir
óeigingjarna baráttu hugsjónamannanna; en annars hafa
ekki göfugar, víðfaðma hugsjónir verið neitt sérstakt
einkenni á þjóðlífi voru hvorki fyr né síðar. »Mörland-
inn stirfinn og trúlaus«, kallaði einn rithöfundur vor oss,
fyrir nokkrum árum. Því miður er nokkuð til í þessu.
Islendingseðlið er dálítið »stirfið«, eins og eðlilegt er
eftir margra alda áþján þjóðarinnar, sem um langan
aldur var fótaþurka erlends valds. Ef ég ætti að nefna
nokkuð, sem mér finst þjóðina skorta fremur öðru, þá
nefndi ég: fastlyncla og stórhuga menn, víðsýna og fé-
lagslynda. Fjarskalega mörgum hættir til að loka sig
inni í sjálfum sér, ef ég mætti komast svo að orði.
Byrgja sig inni fyrir öllu félagslífi, en hugsa um það
eitt, að sjá sjálfum sér borgið, á kostnað annara ef ekki
vill betur til. Manni virðist stundum víðsýnið ekki mikið,
sjóndeildarhringurinn dálítið áþekkur hringboga krónu-
peningsins. Það skal þó játað, að á síðasta mannsaldri
hefir þjóðinni nokkuð þokað áfram í hugsjónaáttina. Eg