Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 77
IÐUNN
Mannsbarn.
247
vopn, hefjið hátt rauða gunnfánann! Látið máttugt hljóma
Alþjóðasönginn! Látið réttlæti ríkja á jörðu!
Lifi öreigar!
Lifi Marxkenning!
Lifi bylting!
Ðurt burgeisa!
Burt auðvald!
Upp rís þú, sem eymdin drekkir,
örmagnaði þrælaher!
Gremju vakið vitið kallar
að vinna frelsi handa þér.
Gamall heimur hrynji að grunni.
Harðstjórarnir bygðu valt.
Upp vér nýjan aftur byggjum.
Ekki núll, vér séum alt.
Hana þá — í staðnum, ætlaða hugsjónamönnum!
Fjórir steinveggir. Rakir, myglaðir. Gólf — skítabæli,
skemtigangsvið rottum. Loft — grafletursspjald.
Mannsbarn horfir út um ryðgaðar járngrindur. Úfið
höfuð hans sýnist úti hausttungl í skýjum.
Frelsi! Frelsi!
Fyrir utan dyrnar gengur stöðuvörður. Með byssu.
Mannsbarn hristir hlekkina.
Ég vil lifa!
Ég vil lifa! Kallar fugl undir himni, kallar fiskur í
vatni, kallar dýr í skógi. Einungis maður á ekki rétt á
að lifa, vill ekki lifa, lætur ekki heldur aðra lifa! Hann
kúgar, þrælkar, drepur, hneppir í varðhald!
Mannsbarn grætur.
Maður! Maður!
Maður, ég elska þig! Maður, ég aumka þig!