Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 3
IÐUNN
Uppreisnarmaður.
(Carl Snoilshy.)
Um kirkjugarðinn gustur haustsins fer,
að gráum rúðum skólans laufin ber
og jjpr/ar fyrir glugga bleikum blöðum.
Þar inni sitja piltar bekk við bekk,
sem bundnir væru sterkum töfrahlekk,
— hver barmur knúinn hjartaslögum hröðum.
1 voðarómi, er rymur alt í kring,
þá reynir kennarinn í sagnbeyging
og gefur hvorki frest né fyrirvara.
Á augnabliki’ er lævíst líður burt,
skal Iatínuna finna', er um var spurt,
unz nafn hann kallar. Þá skal seimlaust svara.
Einn hrekkur upp sem skotinn strax í stað,
en stamar bara — ekki meira um það —
fær góðan kinnhest, granninn spurninguna.
Svo gengur fræðslan öll í sömu átt,
en eitt ég fékk að vita á þennan hátt,
að taugar hef ég, — það ég mátti muna.
Hve óralangur oss var tími sá!
Og augun læddust sífelt til að gá
hvort klukkan yrði aldrei tólf þann daginn.
Þá skyldi matast — gleypa samt í sig —1
og síðan lesa undir drep og slig,
því klukkan þrjú skyldi’ aftur byrja braginn.
Iðunn XI.
12