Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 84
254
Rúm og tími.
IÐUNN
í þá. átt, að rúmið sé líkt og rúmfræðin gamla greinir
það — eða líkt og það kemur oss fyrir sjónir.
Hár hiti. Vísindamönnum í Ameríku hefir tekist að
kveikja um það bil 20.000 stiga hita, en það er eins og.
hiti í ljóshvolfum heitustu sólstjarna, og nálægt þrefalt
hærri hiti en ríkir í ljóshafi sólar vorrar.
Hiti þessi kviknar þannig, að vír úr ýmsum málmum
er unninn svo mjór sem framast má verða. Síðan er
opnaður rafgeymir og hleypt í vírinn rafstraumi með alt
að 40.000 volta spennu. Rafstraumur þessi breytir vírn-
um á einni svipstund í glóandi eim. Samtímis því er
ljósmynd tekin af eiminum, en skuggsjá með feikna-
miklum snúningsflýti er notuð, til þess að varpa geisl-
um eimsins yfir á ljósmyndaþynnuna á mismunandi kæli-
stigum, því að alt þetta stendur að eins yfir í -rsiejj
hluta úr sekúndu.
Menn búast við, að þetta auki þekkingu vora á eðli
efna í himinhnöttum og eimþokum, sem hafa marg-
falt hærri hita en unt hefir verið að kveikja áður hér
á jörð.
Stjarnamergðin í Vetrarbrautinni. Herschel
reyndi, fyrstur manna, að koma tölu á stjörnur himins.
Aðferð hans er lítið eitt lýst í bókinni »Vetrarbraut«.
Hann áætlaði stjörnuskarann 17 miljónir.— Yngriheim-
ild, sem notuð er í sömu bók, telur sijörnurnar 3—4
hundruð miljóna.
Síðustu talningu stjarnanna birti dr. Abbot, stjarnfræð-
ingur í Ameríku, í maímánuði þetta ár. Telst honum þar
að sólnamergð stjörnuveldis þess, er umlykur oss á alla
vegu, og vér nefnum einu nafni Vetrarbraut, sé eigi
undir 30.000.000.000.