Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 36
206
Askja í Dyngjufjöllum.
IÐUNN
stór landspilda, um 50—60 ferkm. að flatarmáli.
Þessi djúpa lægð hefir sporöskjulögun og hallar henni
lítið eitt frá suðvestri til norðausturs. Dalverpi þetta
hefir hlotið nafnið Askja, og er hún c. 1050 m. yfir
sjávarmál.
— Þegar farið er í Öskju úr Mývatnssveit eða Svart-
árkoti, fremsta bæ í Bárðardal, er stefnt til suðausturs
upp með Suðurá, sem kemur upp í Ódáðahrauni og
rennur gegnum það í Skjálfandafljót. Frá. upptökum
Suðurár (Suðurár-Botnum) er farið yfir breiða spildu af
hrauninu að norðvesturhorni Dyngjufjalla; má það
kallast dável greiðfært hestum.
Frá norðvesturhorni fjallanna er svo um þrjár leiðir
að velja. Hin fyrsta er austur með Dyngjufjöllum að
norðan og inn um skarð norðaustur úr Öskju-dalverp-
inu, sem heitir Oskjuop. Stefna skarðsins úr Öskju er
á Herðubreið. Þ. Thoroddsen fór þar um þegar hann
kom í Öskju 1884. Þar er fjallgarðurinn klofinn fylli-
lega niður á móts við Öskjubotn, og hallar skarðinu
töluvert austur úr fjöllunum. Eftir því hafa runnið afar-
mikil hraunflóð úr Öskju fyr og síðar, og er hraun-
hryggurinn eftir því miðju ófær hestum, nema upp við
Öskjubotninn og þó illfært þar líka. En út og inn um
skarðið má fara meðfram hlíðunum. Rétt meðfram fjöll-
unum að norðan er og greiðfært af því að sandur og
möl ofan úr fjöllunum hefir jafnast þar yfir hraunið.
Önnur leið í Öskju liggur upp í eystri fjöllin við
norðvesturhornið, upp úr mynni Dyngjufjalladals í Jóns-
skarð, sem er ofarlega í fjöllunum, og er þá farið í
norðvesturhorn Öskju. Þetta er styzta leiðin í Öskju og
hefir mest verið farin af ferðamönnum undanfarin ár.
Skarðið dregur nafn af Jóni Þorkelssyni frá Víðirkeri,
sem fylgdi próf. Johnstrup í gegnum það 1876. Jóns-