Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 35
IÐUNN
Askja í DYngjufjöllum.
Oræfin norðan Vatnajökuls, frá Snæfelli að austan
og vestur að Mofsjökli, voru lítið eða ekkert rannsökuð
né könnuð fyrri en dr. Þorvaldur Thoroddsen hóf ferðir
sínar um hálendi Islands um og eftir 1880. Meðal al-
þýðu voru áður ríkjandi þær hugmyndir, að þessi víð-
áttumikli geimur væri að meira eða minna leyti heim-
kynni útilegumanna.
Alkunnugt er Odáðahraun, sem mest kemur við úti-
legumannasögur úr óbygðum íslands. En Odáðahraun
nær yfir landspilduna frá Vatnajökli, milli Skjálfandafljóts
að vestan og Jökulsár á fjöllum að austan, norður að
Mýuatni.
I þessari miklu hraunbreiðu gnæfa hér og þar ein-
stök fjöll og fjallgarðar; eru það flest gömul eldfjöll
eða hraunrunnar blágrýtis- og móbergsbungur. Mest
ber á Dyngjufjöllum, sem eru sunnarlega í Odáðahrauni;
þau mega teljast ferhyrnd að lögun og hver hlið þeirra
um 25—30 km. löng. Vestanvert við aðalfjalllendi Dyngju-
fjalla er langur en fremur lágur og mjór fjallgarður,
sem nefnist vestari Dyngjufjöll. Á milli austur- og vestur-
fjallanna liggur Dyngjufjalladalur suður og upp á við.
Dalur þessi er mjór og djúpur norðan til. Eftir honum
er greiður reiðvegur, sléttar sandeyrar og melar, og
rennur töluvert vatn um hann í leysingum norður úr
fjöllunum.
Dyngjufjöll eru að mestu hlaðin upp úr móbergslög-
um, en á milli þeirra eru víða gömul og ný hraunlög.
— Syðst og austast í Dyngjufjöllum hefir sigið niður
Iöunn XI. 14