Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Blaðsíða 65
IÐUNN
Mannsbarn.
235
Mannsbarn víkur úr vegi, grætur, öfundar leik jafn-
aldranna.
Hugsanir barnsheila:
Þau hafa alt. Þau hafa krakkareiðhjól, kerrur, rólur,
tindáta, byssur, skammbyssur, sverð, eimlestir, flugvélar,
skip.
Eg — ekkert.
Því þá það?
Hvers vegna hefi ég ekkert? Mamma, pabbi, hvers
vegna höfum við ekki fallega íbúð, góð föt, hvers vegna
gefið þið mér ekki snúða, sætindi, leikföng handa mér
kaupið þið ekki hvers vegna?
Mamma, góða mamma, hvers vegna?
Móðir fer að gráta, vefur mannsbarn armi.
Af því að þú ert afkvæmi öreiga, af því að við verð-
um að lifa á vanþakkaðri vinnu, af því að við erum
þrælar auðvaldsins, sem svívirðilegt glæpahyski ver með
byssustingjum, með fallbyssum.
Þess vegna, sonur litli!
En — hvers vegna hafa alt ? ? ?
Mannsbarn — blaðasali á götum. Fimm aura, fimm
aura! »Hraðboðinn« í dag! Bylting í Rússlandi!
Menn: götustrákur!
Lágvaxinn, horaður. Fótleggirnir rýrir. Höfuð stórt.
Bak bogið. Þróttleysi, heilsuveila.
Smáborgarar í sama húsi:
Hvað verður úr honum? Ðófi, þjófur, hálsskeri, betl-
ari?! Börn okkar lifðu þá ekki deginum lengur!
Skóli.
Bætt föt. Skór af föður. Bókaleysi. Borgarabörnin
hlæja, spotta. Þyrpast að skoða undraskóna. Berja, gabba,
Mannsbarn þjáist, sárþjáist.