Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 25
IÐUNN
Tvær konur.
195
urdrep hvers þjóðfélags. Með þrælalögum eflum vér úlf-
úð, hatur, stéttaríg og hreppapólitík í þjóðfélaginu, en
þokum hugsjóninni að »byggja og treysta á landið« ekki
vitund áleiðis. Mér hefir skilist svo sem einstaka mikils-
ráðandi menn í landinu vilji að miklu leyti loka pen-
ingastofnununum fyrir útveginum en veita straumnum til
sveitanna. Ég þekki ekki hve mikið fjármagn þarf til að
reka stórútgerð; ég býst við að það sé mikið og efast
um að þetta, að takmarka mikið veltufé útvegsins, sé
æskilegt frá heildarinnar sjónarmiði. Einnig efast ég um
að það sé bjargráð, að moka peningum forsjálítið í land-
búnaðinn; hann getur þrátt fyrir það aldrei kept við sjó-
inn í veltiárunum, og æskan leitar samt til sjávar í von
um uppgrip á meðan gullið er hið eina æskilega í
hennar augum. Nei, það sem vér þurfum fyrst og fremst,
er að skilja það, að uppeldi æskunnar er það, sem fram-
tíð þjóðarinnar veltur á. Vér þurfum að ala upp hug-
sjónamenn. Menn, sem ekki elta æfinlega fjárvonina eina,
heldur eignast strax á æskuárunum göfugar hugsjónir
og gera framkvæmd þeirra að sínu eina lífsstarfi. Vér
þurfum framar öllu öðru að fá uppeldisstofnanir sem
víðast í sveitum þessa lands, menningarstofnanir, sem
ekki leggja endilega einstrengingslega áherzlu á að
troða inn í unglingana sem allra mestum fróðleik,
heldur innræta þeim göfugleik í allri hugsun og stað-
fastleik í framkvæmd göfugra hugsjóna. Fróðleikur get-
ur verið góður, en hugsjónaauðlegð og framkvæmda-
þrek er þó sýnu betra. Mér hefir lengi fundist að upp-
eldismálin séu vanræktasta vandamál þessarar þjóðar.
Þegar ég lít til baka yfir þann mentaveg, sem ég hefi
gengið, þá hugsa ég með sorg en litlum söknuði til
þeirrar stofnunar, þar sem sál mín átti að fá sína fyrstu
mótun eftir að ég fór úr húsum og undan handleiðslu