Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 17

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 17
Kirkjuritið. Stanley Jones. 137 er á móti mér“. Þá fann Stanley Jones ljóst til þess, að hann var enn ekki með Kristi, og þess vegna á móti hönum. Hann kraup þá við altarið með þeim, er það gerðu, og lét síðan innrita sig í kirkjusöfnuð Meþódista þar í bænum. Ég get þess til skýringar, að í Bándaríkj- um N.-Ameríku er ekki ríkiskirkja, heldur ýmsar fri- kirkjur. Eru menn því ekki þar fæddir meðlimir kirkj- unnar, heldur láta innritast þar, er trúar- og kirkju- áhugi vaknar. Um morguninn kom móðir Stanley Jones inn í svefnherbergi hans og kysti hann, til að votta gleði ^ína yfir því, að sonur hennar hefði tekið sinnaskiftum. En þessi nývakta trúartilfinning var engin sinnaskifti. Hún fjaraði út smám saman, og alt varð eins og áður. NTafn hans var að vísu skráð í meðlimátal safnaðarins, en trúin hafði aðeins snortið yfirborðið, ekki náð niður 1 sálardjúpið. Fór svo fram í tvö ár. Hinn ungi maður haðst fyrir við og við, með hálfum huga, en vantaði önnþá viljakraftinn til að nálgast Krist algerlega. Jókst uú sálarbarátta hans, og lauk henni loks með þvi, að hann fann, eins og hann segir sjálfur, „kraftinn frá Kristi streyma inn í hjarta sitt, og færa þvi frið, lausn °g líf. Nú var ég kominn inn í nýjan heim. Daginn eftir þessa nótt, þótti mér, þegar ég kom út, sem ég hefði aldrei séð jafn bjart sólskin, eða jafn fagurgræn tré“. Tók nú Stanley Jones að segja vinum sínum frá reynslu sinni, og var fyrsti vitnisburður trúar hans á þessa leið: „Það er aðeins eitt, sem er betra en trú, og það er meiri trú, og ég vil meiri trú“. Þetta urðu nokk- urs konar einkunnarorð hins unga manns á leið trúar- þroskans. Hann vildi kafa sífelt dýpra inn í eðli sitt, s®kja sifelt hærra og hærra til Guðs. — Eitt sinn, er hann var að lesa í bók um hið sigursæla líf, fann hann að nú nálgaðist úrslitastundin. Hann lokaði bókinni, féll á kné og sagði. „Herra, hvað á ég að gjöra?“ Þótti hon- um þá rödd tala til sín: „Viltu leggja alt í mínar hend- Ur?“ Hann svaraði hiklaust: „Já, herra“. Þá sagði rödd-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.