Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 20

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 20
140 Árni SigurÖsson: Kirkjuritið. hana eins og lífið i brjósti mér. Og svo slcyldi ég verða valdur að dauða hennar! Hún var á lifi, er Jones kom heim, en virtist mjög þrotin. Samt tók hann þá ákvörðun að ganga þá braut áfram, sem röddin lagði fyrir hann. En þá launaði Guð honum staðfestu sína með því að gefa móður hans heilsuna aftur, og opna jafnframt augu hennar fyrir því, að sonurinn hennar væri á réttri leið. Yeitti hún ho'num blessun sína, lifði síðan nokkur ár, og andaðist glöð og þakklát fyrir alt, og ekki sizt fyrir það, að Guð hafði gefið henni son, sem hlýddi guðsröddinni í end- urleystri sál sinni. Stanley Jónes fór þó aldrei til Afriku. Indland varð starfssvið hans. Að loknu námi sínu árið 1907 fór hann til Lucknow í Norður-Indlandi. Þar hafði trúboð Meþód- istakirkjunnar verið stofnað árið 1857. Var hann þar fyrsl prestur hjá enskumælandi söfnuði, en annaðist jafnframt um útgáfu kristilegra rita, og hafði yfirum- sjón með kristniboðinu í héraðinu kring um borgina. Hafði það verið svo lengi, og var þá enn, að kristniboðið náði aðeins til lágstéttanna svo nefndu, þeirra, sem sam- kvæmt hinu harða stéttaskiftingarlögmáli Indverja voru minst metnir, og í raun og veru fyrirlitnir, líkt og Nýja- testamentið segir oss um tollheimtumenn og syndara á dögum Krists. En Stanley Jones sá það brátt, að ef kristna trúin gæti ekki náð tökum meðal hærri stélt- anna, en úr þeim hópi eru allir mentamenn, embættis- menn og valdamenn þar í landi, þá væri það vonlaust verk að boða Indverjum kristni. Og nú fór likt og hjá Páli forðum, er Makedoníumaðurinn vitraðist honum og sagði: „Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss“. Dag nokkurn kom til dr. Jones indverskur embættismaður af háum stigum, og sagði: „Hve lengi er trúboð yðar bú- ið að starfa hér í borginni?“ „Fimtíu ár!“ „Hversvegna starfið þér eingöngu meðal lágstéttanna? Hví hafið þér ekki komið til okkar?“ Stanley Jones svaraði þá, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.