Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 22

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 22
142 Arni Sigurðsson: Kirkjuritið. hverí’a lieim til Ameríku, og reyna að ná heilsunni aft- ur við sveitastörf í heilnæmu loftslagi. En á þessu ástandi varð snögg og dásamleg breyting, og nú lifði Dr. Jones ein hin afdrifaríkustu tímamót ævi sinnar. Hann segir svo frá í bók sinni: Kristur á vegum Indlands, sem rituð var árin 1924—25: „Ég var um þetta leyti á samkomu í Lucknow. Meðan ég baðst fyrir, heyri ég alt í einu röddina tala til mín: „Ertu sjálfur reiðubúinn til þessa starfs, sem ég hefi kallað þig til?“ „Nei, herra, það er úti um mig. Ég get ekkert lengur“. Röddin svaraði: „Ef þú vilt fela þetta mér á vald, og engar áhyggjur af því hafa, skal ég annast alt“. Ég svaraði fljótt: „Já, herra, þá fel ég þér alt, og er al- húinn þegar í stað“. Djúpur friður spratt upp í hjarta mínu. Ég vissi, að sporið var stigið. Lif — gnægtir lífs — höfðu gagntekið mig. Ég var svo frá mér numinn, að ég snerti naumast veginn, er ég gekk lieim það kvöld. Hver þumlungur var heilög jörð. Dögum saman eftir þetta vissi ég tæplega, að ég væri í líkama. Dagarnir liðu. Ég vann hvern dag til kvölds og langt fram á nótt, og þegar loksins kom háttatími, gat ég ekki skilið, hvers vegna i ósköpunum ég væri að leggjast til hvíldar — þvi að engin þreyta var til. Ég virtist gagnþrunginn af lífi og friði og hvíld, — gagntekinn af Kristi sjálfum. Nú kom að þeirri spurningu, hvort ég ætti að segja l’rá þessu. Mér hraus hugur við því, en ég gjörði það samt, af því að það var skylda mín. Svo varð ég annað- hvort að fljóta eða sökkva fyrir augum allra manna. En níu erfiðustu starfsár æfi minnar eru liðin síðan, og gamli sjúkleikinn hefir aldrei gjört vart við sig aft- ur, og ég hefi aldrei verið jafn hraustur sem eftir þetta. En breytingin, sem ég varð fyrir, var meira en líkam- leg. Það var eins og líkami minn, sál og ahdi hefði drukkið nýtt líf. Lífið var fyrir fult og alt komið á hærra svið. Og ég hafði ekkert gjört annað en veita við-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.