Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 42

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 42
Kirkjuritið. ALT SEM ÞÉR VILJIÐ. Þingsetningar-prédikun 15. febr. 1935. Eftir séra Friðrik Hallgrímsson. Jesús sagði: „Alt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Matt. 7, 12. I dag kemur Alþing saman. Þýðingarmikið samstarf kjörinna fulltrúa þjóðarinnar er aS hefjast. Þegar þingi verSur slitið, skilar það af sér því verki, sem það hefir af hendi leyst. Og' það, hvernig það verk hefir lánast, hefir álirif til góðs eða ills á þjóðlífiS alt og velfarnan allra einstaklinga þjóðfélagsins. Sú er ein ástæða þess, að störf þingsins hefjast meö guðræknis-athöfn, að þjóðin vill hiðja almáttugan Guð um að hjálpa fulltrúum sínum til að vinna þannig það þýðingarmikla verk, sem þeim hefir verið falið, að það verði henni að gagni og gæfu. Og til þess er þessi söfn- uður hér samanlcominn ásamt þeim; og margir eru þeir um land alt, sem taka, þótt í fjarlægð séu, þátt í því, sem hér fer fram þessa stund. — Látum hana vera Guði lielgaða stund; helgum okkur honum til þjón- ustu af auðmjúkum huga, til þess að vinna þjóðinni okkar kæru alt það gagn, sem við höfum vit og þrek til. Stjórnarfarið hér á landi byggist á lýðræðis-hugsjón- inni. Þjóðin á öll að eiga þátt í löggjöf sinni og stjórn á þann hátt, að þau verk vinni þeir menn, sem hún hefir til þess kjörið. — En skilyrðin fyrir því, að þetta stjórnarfyrirkomulag geti notið sín, eru tvö; annars

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.