Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 46

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 46
166 Friðrik Hallgrímsson: Kirkjuritið. in; að minsta kosti er það eftir lífsreglu Krists: „Alt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, jtað skuluð j)ér og þeim gjöra“. 1 Og svo að ég minnist á það, sem er efst í hugum okk- ar allra þessa stund, stjórnmálalíf þjóðarinnar, j)á hef- ir stjórnmaiabaráttan oft komið mér fvrir sjónir eins og menn hefðu lesið öfugt jjessa dýrlegu lífsreglu Krisis, lesið hana eins og hún væri á þessa leið: „Alt sem þér viljið sizt að aðrir menn gjöri yður, það skuluð j)éi þeim gjöra“. Þar sem svo er farið, — þar sem til- finning manna fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera á hug- arfari sinu og framkomu gagnvart öðrum mönnum, enda þó+t andstæðingar séu, er á svo lágu stigi, er ekki á góðu von. Og ég segi bróðurlega og líka hiklaust við alla sem orð mín heyra og við stjórnmál fást, hvort sem þeir eru taldir hátt settir eða lágt í jyjóðfélaginu: Látið i öllum afskiftum ykkar af þjóðmálum stjórnast af æðstu og göfugustu hvötum sem þið jækkið, liafið Iíka þar fyrir leiðarstjörnu hina gullvægu lífsreglu frelsarans. Teljið ekki stjórnmálin svo vanheilög, að þar megi öllum brögðum beila. Þau eiga að vera mönn- um heilög, svo að menn vinni að j)eim með vakandi meðvitund um ábyrgð sina fyrir augliti Guðs. Og mark- mið allra sem að ])eim vinna, löggjafa jafnt sem kjós- enda, á að vera j)að, að efla réttlæti i lahdi og hagsæld og heiður þjóðarinnar. Þegar Jesús sagði: „Alt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“, þá tók hann ekki stjórnmálin undan; hann tók ekkert undan; hann sagði: „Alt, sem j)ér viljið að aðrir menn gjöri yður-------“, — í hverju sem er; hann vildi að menn tækju jætta heilræði sitt til greina á öllum svið- um lífsins. Ef menn gjörðu það, þá kæmi annar og feg- urri blær á alt j)jóðlífið; þá kæmi samvinna i stað flokkadrátta, bróðurhugur í stað óvildar, og góðir menn nytu sin hetur við jiað, sem þeir vilja vinna þjóðinni (il heilla.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.