Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 49

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 49
Kirkjuritið. Stærð prestakalla. 169 munurinn á yfirferð prestakallanna, ef þau 3rrðu jafn fjölmenn í báðum löndunum? Um það hefi ég frá Hag- stofu íslands fengið þessar upplýsingar: Stærð hins bygða lands á íslandi (þegar afréttir og óbygðir eru dregnar frá) er um 42 þúsund ferkílómetr- ar, og er það mjög líkt og slærð allrar Danmerkur. sem talin er tæplega 43 þús. ferkilómetrar. Nú er fólks- fjöldi í Danmörku þritugfaldur borinn saman við mannfjölda á íslandi og er þá fljótséð, að landsvæði hvers prestakalls á Islandi yrði þrítugfalt að stærð á við dönsku prestaköllin. Hvernig lizt mönnum á þann samanburð? Naumast mundi heldur sanngjarnt að miða við það stórveldið, sem næst oss er, við England. Allir, sem þangað hafa komið, vita, hve staðhættir eru þar gjör- olíkir, þéttbýlið víðast afarmikið og vegir framúrskar- andi góðir. Þó er ekki úr vegi að athuga, hve mannmörg eru þar prestaköllin. Ég liefi leitað mér upplýsinga um þetta og er niðurstaðan sú, að í Englandi og Wales séu rumlega tólf hundruð manns að meðaltalli á hvern evangeliskan prest. Myndi það svara til þess, að hér á landi væru milli 90 og 100 þjónandi prestar. Eru þó aðstæður allar til prestsþjónustunnar ólíkt betri i Englandi en hér hjá oss. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar búa þar rúmlega 260 manns á hverjum fer- kilómetra og verður þá jdirferðarsvæði hvers prests um fimm ferkílómetrar, en ef 100 prestar væru hér á *andi, kæmu rúmlega 400 ferkílómetrar að meðaltali á hvern prest, ef aðeins er talið bygða landið. Hafa menn §]ört sér í hugarlund, hve mikinn tíma það hlýtur að taka að ferðast um slík víðlend prestaköll, og hvað slík ferðalög hljóta að kosta? Og þó eru mörg íslenzku Prestaköllin víðlendari en hér er gjört ráð fyrir, eins °§ öllum hlýtur að vera ljóst, þar sem hér er tekið með- altal og lcaupstaðirnir þá að sjálfsögðu einnig teknir með. Williþinganefndin i launamálum viðurkennir, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.