Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 52

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 52
172 Sigurður P. Sívertsen: Kirkjuritið. ur eriendur prédikari hefir talið skilyrði þess, að menn gætu talað með eldmóði og krafti af prédikunarstólnum, þá má ekki fjarlægja prestinn um of söfnuði sínum. Að ég ekki tali um, hvernig þá fer um húsvitjanir presta, barnafræðslu og menningaráhrif. En þetta er gjört með tillögum milliþinganefndar í launamálum. Þar er verið að fjarlægja presta söfnuð- um sínum, bæði í fjölmenninu og í strjálbýlum sveitum. Fjölmennasta stað landsins, höfuðstað vorum, er ætl- að að búa framvegis við 2 presta lianda þjóðkirkjusöfn- uðinum. Þó viðurkennir nefndin, að „aukaverk“ í Reykjavík séu svo mikil, að þar verði „annaðhvort að fjölga prestum, eða létta nokkuð messukvöð á þeim prestum, sem nú eru“. En í stað þess að leggja til, að prestum í Reykjavík sé fjölgað, telur nefndin, að „það mál mundi bezt leyst með því, að leggja guðfræðikenn- urum við Háskólann nokkra messukvöð á herðar“. Kemur þarna jafnmikill skilningsskortur á prestsstarfi, ef sæmilega á að vera af hendi leyst, og á háskólakenslu, því að jafnframt þessum nýju kröfum til guðfræðikenn- ara leggur meiri hluti nefndarinnar til, að þeim verði fæklcað úr 3 í 2. En lítum nú nánar á þjóðkirkjusöfnuðinn í Reykjavík. í honum munu nú vera nálægt 25 þúsund manns og vex hann sem vitað er ár frá ári, þar sem fólki fjölgar ár- lega um nálega þúsund manns í Reykjavík. Þó á fram- tiðarfyrirkomulagið að vera óbreytt frá því, sem nú er, að undanskilinni „messukvöð“ hinna tveggja guðfræði- kennara. Þetta fer æðimikið í bága við reynslu annara þjóða. Eftir því, sem mér er kunnugt um erlendu reynsluna, er hún sú, að talið er, að til stórvandræða horfi, ef söfn- uðir í stórborgum séu fjölmennari en svo, að 5 þús. manns komi á prest. Eftir þeim mælikvarða ætti presta- köllum þegar að fjölga í höfuðstað vorum, svo að þar yrðu 5 þjóðkirkjuprestar, og fleiri eftir sama mælikvarða,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.