Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 53

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 53
Kirkjuritið. StærÖ prestakalla. 173 eftir því sem fólki fjölgar. Er þó siður en svo, að með slíkum tillögum sé verið að ganga á hlut fríkirkjumanna eða gleymt að minnast starfs þeirra með þakklæti. Til- lögurnar gjöra ráð fyrir, að söfnuður þeirra stækki í sömu hlutföllum og þjóðkirkjusöfnuðurinn og að þeir fjölgi prestum eftir þörfum. Þá eru sveitasöfnuðirnir. Þar á að fækka prestunum. Sveitamenn eiga að miklu leyti að láta sér nægja með útvarp, að hlýða á messur frá höfuðstaðnum. I sveitum er einnig gjört ráð fyrir að fækka kirkjunum. Alt gjört til þess, að fjarlægðin aukist milli presta og safnaða, þótt safnaðarfundir og héraðsfundir um land alt hafi á síðustu árum einum rómi andmælt fækkun presta. Með slíkum fækkunartillögum er lítið tillit tekið til þarfa og óska sveitanna. — Þá er enn þriðja atriðið, sem hér kemur til greina, Það er fjárhagshlið þessa máls. Þröngur fjárhagur ríkisins á nú sem fyrri að réttlæta íækkun presta. Það er eins og það sé orðin föst regla, að kjör presta megi ekki bæta á annan hátt en með nið- urlagningu prestakalla. Þjóðin vex og þarfir liennar, tekjur og gjöld vaxa ár frá ári. Eyðsla vex hröðum skrefum og það i allskonar óþarfa og i óreglu, sem mörg- um stendur mikill stuggur af. Alt virðist stefna út í lausung, svo að sjálfstjórn og skapgerðarfe'sta er að verða lítils metin hjá mörgum meðal þjóðar vorrar,- Mörgum er ljóst, að slik mein verða ekki læknuð með lagafyrirmælum. En þegar þetta sjúka aldarfar er að heltaka marga meðal þjóðarinnar, þykir sumum nauð- syn á að fækka sem mest þeim starfsmönnum þjóðar- innar, sem öðrum fremur eiga að vera verðir trúar og siðgæðis, án þess að nokkurt fé sé lagt til frjálsrar kirkju- legrar starfsemi, sem áhugasamir leikmenn einnig gætu tekið þátt i til aðstoðar í söfnuðunum. Að vísu er í »Áliti“ nefndarinnar það talið prestakallafækkun tik fiildis, „að með því mætti losna nokkurt fé, sem kirkj-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.