Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 55

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 55
Kirkjuritið. Fundarsamþ. gegn fækkun presta. 175 telja nauðsynlegar. Ég treysti því jafnframt, að þeim fari fjölgandi, sem vilja gjöra vel við þjóðkirkju vora, vilja „styðja hana og vernda“, eins og Stjórnarskrá vor mælir fyrir um, svo að hún geti notið sín. Það þarf að gefa kirkjunni tækifæri til að sýna, hvers hún er megn- ug, ef vel er að lienni húið. En þá má ekki gleymast, að veita henni einnig fé til frjálsrar kirkjulegrar starf- semi, sem Kirkjuráð liafi umráð yfir. S. P. S. fundarsamþykt gegn fækkun presta. Árið 1935, sunnudaginn 17. marz. var eftirfarandi til- laga borin upp á kjörfundi, sem haldinn var að Hofi í Hofssókn (í Höskuldsstaðaprestakalli), samþykt með 52 utkvæðum gegn 1 atkv.: Fundurinn lýsir sig mótfallinn tillögum Launamála- uefndar um fækkun presta, telur það muni lama störf °g áhrif kirkjunnar, að ætla prestunum svo stór umdæmi «1 Þjónustu, að telja mætti, að mannlegu þreki yrði of- vaxið að rækja starfið, svo í góðu lagi væri. Ennfremur vill fundurinn henda á, að jafnvel þótt þessar tillögur Launamálanefndar séu miðaðar við það, að samgöngur hafi batnað til muna með akfærum veg- um og fjölgun bila, þá eru enn stór svæði á landinu, sem ekki er unt að nota þessi farartæki langan tíma ársins, °§ téðar bílferðir langar leiðir eru stór útgjaldaliður fyrir þann, sem þarf að kaupa, enda virðist fundinum, að með tilliti til væntanlegra launakjara presta eins og þau eru ukveðin af Launamálanefnd, verði um hverfandi lítinn sParnað að ræða. Sóknarnefnd Ilofssóknar. Páll Jónsson. Björn Guðmundsson. Sigm. Benediktsson. Þetta er fyrsta fundarsamþyktin til andmæla gegn frumv. aunamálanefndar um fækkun presta, sem ritstjórar „Kirkju- ‘ Usins“ hafa fengið vitneskju um. Er hún hér prentuð vegna þess Ve gagnorð, skýr og skilmerkileg hún er, enda mun hér talað Vl-ir munn fjölmargra safnaða landsins.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.