Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 59

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 59
Kirkjuritið. SÉRA BJÖRN ÞORLÁKSSON FRÁ DVERGASTEINI. Maklegt er, að í Kirkju- i'itinu sé að nokkru minst séra Björns. Maðurinn var merkur að þjóðnýtu at- hafnalífi, þar sem hann lét til sín taka. Hann har a sér þegar i æsku skörp sérkenni eins liins traust- asta og hezta af sonum þessa lands á ýmsa lund. Enda var ættbálkurinn iraustur og merkur í aldir tram í Norðursýslum, þar er hann var upprunninn. Fyrstu kynni mín, er ég liafði af honum, hófust haustið 1866. Ég var þá nýkominn upp í 3. beklc A í latínuskólanum gamla, má iíú segja. Þetta sama haust komu tveir Mývetningar og irændur til inntökuprófs, þeir Björn frá Skútustöðum °g Kristján frá Gautlöndum. — Þóttu þeir vera svo vel brynjaðir heiman að í námsgreinum, að þeir voru við- stöðulaust teknir í 3. hekk A. Var Björn þá 15 vetra, iullkomlega meðalmaður á hæð og í þreknasta lagi. Ekki leið á löngu, að ég fann, að í Birni hafði ég fengið ugætan skólabróður og samhekking. Átti ég að vísu fult svo skarpa skólabræður að gáfum; en Björn var þeirra 12*

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.