Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 63
Kirkjuritið.
FRUMVARP
launamálanefndar og greinargerð um skipun prestakalla.
Frumvarp milliþinganefndar í launamálum um skip-
un prestakalla er prentað á öðrum stað i þessu
hefti Kirkjuritsins. En hér skulu athuguð nokkuð rök
þau, er nefndin telur hníga að samningu frumvarpsins.
Það er leitt að þurfa að relca sig á það þegar í stað
við lestur frumvarpsins, að ýmsar sóknir vantar, er þar
eiga að vera, svo sem Flateyjar, Hnífsdals, Furufjarðar,
Hríseyjar og Sleðbrjóts sóknir, og vaknar hugboð um,
uð víðar kunni að bresta nokkuð á nákvæma og skarpa
rannsókn og íhugun.
Enda verður sú raunin á.
í greinargjörðinni eru það talin rök fyrir fækkun
Prestakalla, að þá verði fært að launa prestunum betur,
&vo að fátækt lami ekki atorku þeirra. Og óneitanlega
htur svo út á pappírnum sem kjör þeirra verði stórum
rýmri, en sé lesið ofan í kjölinn, þá kemur í ljós, að svo
er ekki í raun og veru. Prestarnir verða að greiða til
baka mikinn hluta af launum sínum, og það, sem þá
verður eftir fram yfir launin nú, mun óvíða gjöra betur
en að hrökkva fyrir þeim gífurlega ferðakostnaði, sem
mun leggjast á, og sumstaðar vanta mikið til þess. Þetta
má sýna og sanna með tölum. En að þessu sinni læt ég
nægja að geta þess, að engir þeirra presta, sem ég hefi
átt tal við, hirða um slíka „launabót“, sem bæði á að
hosta fækkun starfsbræðra þeirra alt að helmingi [um