Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.04.1935, Blaðsíða 64
184 Asmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. 43%] og varna flestum þeirra að rækja prestsskap sinn eins vel og þeir vilja og þurfa. Svo að hafi nefndin haldið, að tillögur hennar yrðu prestastéttinni til léttis við verk hennar, þá hefir henni missýnst hrapallega. Samgöngubæturnar, sem nefndin getur, gjöra að visu fært að stækka eilthvað nokkur prestaköll, en lítt koma þær að haldi á vetrum, þegar jörð er á kafi í snjó, eða við ferðalög til húsvitj- ana á sveitabæjum. Svo er þess að gæta, að það kostar mikið fé að kaupa oft far með bíl eða vélbát, eða að eiga annaðhvort, sem prestum væri nauðsynlegt sumstaðar. Nefndin gjörir ráð fyrir þessu og vill þvi ákveða prestum erfiðleikauppbætur á fjárlögum árlega. Setjum svo, að um 25 prestar yrðu þeirra að- njótandi og fengju um 2000 kr. styrk hver til þess að eiga bíl eða vélbát, þá færi i það allur gróðinn, 53000 kr., sem ríkis- sjóði er áætlaður af prestakallasamsteypunum. Og væri þá eklci nær að lofa þeirri tölu prestakalla að haldast, sem nú er og bæði söfnuðir og prestar yrðu miklu ánægðari með? Er rikinu nokk- uð mætara að launa bíla en presta? Útvarpsmessur geta heldur ekki komið safnaðarfólki i stað guðsþjónustna í kirkju, þótt nefndin virðist hallast að þvi. Því að sambæn og sameiginleg tilbeiðsla safnaðarins á að vera einn höfuðþáttur guðsþjónustunnar. Svo er það ekki rétt, að menn geti „hlýtt á messur frá höfuðstaðnum heima hjá sér tvisvar sinnum hvern sunnudag“. Fyrst og fremst er guðsþjónustum ekki varpað út nema einu sinni á sunnudögum, og ennfremur vantar meira en helming allra sveitabæja útvarpstæki, eftir þeim upplýsingum að dæma, sem ég hefi fengið frá Rikisút- varpinu. Og á allstórum svæðum vantar alveg útvarpstæki, og því lengra fyrir ýmsa að fara þangað, sem þeir geta hlustað á útvarp, heldur en til kirkju sinnar. Þá telur nefndin það mæla með fækkun prestakalla, „að með því mætti losna nokkurt fé, sem kirkjunni mætti veita til frjálsr- ar menningarstarfsemi“. En ef enginn yrði sparnaðurinn fyrir ríkið með fækkuninni, hvað þá? Ef til vill hefir nefndina órað fyrir því, að hann yrði litill, því að hvergi sést annars staðar, að hún ætli eyris fjárframlag i þessu skyni. Nefndin hyggur, að „fámennar sóknir“ verði „oftast fúi á tré kirkju.nnar“, þessvegna þarf að stækka sóknirnar og fækka kirkjunum, þá mun kirkjusóknin örvast og safnaðarlífið glæð- ast. Það er undarlegt, að hvorki söfnuðunum né prestunum skuli hafa skilist þetta snjallræði. Söfnuðunum er það yfirleitt eitt- hvert hið viðkvæmasta mál, þegar á að leggja niður sóknar- kirkju þeirra, þeir sporna við því í lengstu lög og leggja mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.