Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 4
346 Richard Beck: Nóv.-Des.
herdunur, sem rjúfa hátíðarþögn hinnar helgu nætur, og
stinga óþyrmilega í stúf við friðarhoðskap hennar. Eigi
dregur það siður úr jólafögnuði hugsandi manna, að dökk-
brýn ófriðarskýin grúfa lágt yfir miklum hluta heimsins-
Friðardraumar spámanna, skálda og annara speki-
manna, eiga bersýnilega langt í land að rætast. Alt of sönn,
og eggjandi að sama skapi, er ásökunin í djarfmæltu
kvæði Daviðs Stefánssonar: „Vökumgður, iivað líður
nótinni?“
„Hægt liður nóttin. . . .
Ennþá er myrkur i öllum löndum.
Ennþá er barist. Skothrið dynur.
FalJandi þegnar fói’na liöndum.
Stríð fyrir ströndum.
Slríð í borgum.
Miljónir falla.
Miljónir kveina af liungri og sorgum,
svo lxeyrist um heima alla.
Fánum er lyft. . . . Lúðrar gjalla,
unz lýginnar musteri hrynur.
ÖJl slcepnan stynur.
í öllum löndum rís andinn nýi
gegn valdliafans vígi,
sem ver sig, blindur i eigin sök.
Hersveitir berjast til lxeimalanda.
Helreyliur stígur úr liverri völt.
Píslarvottar með bogin bölc
í brjóstfylking sannleikáns standa.“
Fyrir stuttu síðan sá ég mynd í amerísku dagblaði, seixi
þrýsti fastar en nokkuru sinni áður inn í hug mér xneð-
vitundinni um ósamræmið milli játninga kristinna þjóða