Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 5
Kirkjuritið.
Jólahringing Herdunur.
347
og athafna þeirra í friðarmálam. Italskir hermenn á vig-
stöðvunum i Afríku höfðu stöðvað bardagann til guðs-
þjónustuhalds. Og sjá!------Friðarkonunginum Kristi
liafði verið reist altari á sjálfri vígvélinni, skriðdrekanum,
gráum fyrir járnum með gínandi fallbyssu.
Svo er þó fyrir að þakka, að saga friðarmálanna er að
framan eigi nema hálfsögð. Hugsjónin um allsherjar
bræðralag og heimsfrið á sér fjölmarga unnendur víðs-
vegar um lönd, sem vinna henni af trúmensku og íylsta
mætti.
Nýlega birti víðlesið amerískt timarit svar margra
tremstu manna og kvenna núlifandi við spurningunni:
•,Verður styrjöldum útrýmt?“ Svörin voru að vorium afai'
mismunandi, og sum næsta svartsýn. Eitt hið spaklegasta
þeirra og athyglisverðasta var, meðal annars, á ])essa leið:
obví aðeins verður nokkuru sinni varanlegur friðnr á
jörðu, að mönnum sé það hrennandi áliugamál, að svo
verði.“ Hér er, eins og vera her, lögð áherzla á afslöðu
einstaklingsins til friðarmálanna, á það grundvallaratriði
að skapa vakandi og upplýsa friðarliyggju hjá almenn-
ingi.
Guðmundur skáld Guðiriundsson valdi sér það hlutskifti
og fleiri islenzk skáld hafa fylgt honum í spor — að
syugja sama boðskapinn, friðarboðskap jólanna, inn í
'slenzk hjörtu með gullfögrum kvæðaflokki sínum: „Frið-
ór á jörðu.“
í þeim snildarlegu og máttugu ljóðum eggjar skáldið
æðl'i sem lægri til að fylkja sér undir friðarfánann og
leSgja sinn stein i grundvöll friðarhallar framtíðarinnar.
Hann beinir máli sínu lil þjóðhöfðingjanna, til klerkanna,
l)vi að hann vill gera kirkjuna það, sem henni er ætlað
aÖ vera: Stórveldi friðarins á jörðu hér. Hann hvetur
hlaðamennina, sem móta stefnu lýðsins, almennings-
alitið, til að skipa friðarmálunum öndvegið á stefnuskrá
S1nni. Hann kveður alla góða menu og konur að friðar-
verki: