Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 57

Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 57
Kirkjuritið. .Tohan Olof Wallin. 399 Wallin átti breitt ljóðsvið, og þó alvörunnar gætti þar mest, bjó hann yfir léttri fyndni. Æfi Wallins leið áfram eins og fagur sífríkkandi straumur. Eftir því sem hann óx að ytra áliti, óx og hans innri maður, djúpsæi hans og vizka. Engar verulegar snurður hlupu á æfiþráðinn. Eng- in sú bylting varð í sálarlífi hans, er skifti æfi hans í tvent, eins og oft er þó títt um mestu mennina á sviði trúarlífsins. Vegur Wallins var að vaxa jafnt og þétt frá æsku il dauðadags. Og sem sálmaskáld hefir hann verið að vaxa alt til þessa. Sænsku þjóðinni hefir hann verið guðinnblásinn söngvari, eins og Davíð konung- ur var Hebreum forðum. Hin nýja sálmabók Svía, er löggilt var fyrir tveimur árum, hefst með hinum tígulega sálmi Wallins: „Upp psaltare och harpa , er þykir einn glæsilegasti sálmur, er ortur hefir verið á sænska tungu. En sá sálmur Wallins, sem mest er elskaður, er jólasálmurinn dásamlegi: „Var hálsad sköna morgonstund“. Ég hefi átt þess kost að heyra þenna sálm sunginn í sænskum kirkjum á jólum, og mér er ógleymanleg hrifningin og helgin í kirkjunni, meðan sálmurinn var sunginn. Hann fylti kirkju/ia guð- dómlegri dýrð. Ást fólksins og lotning fyrir sálminum var djúp og heit. Mér er og í minni, að ég heyrði kunna sænska mentakonu, frk. Ester Möllerstedt, geta um sálminn einu sinni í fyrirlestri, er hún mintist atburða frá bernsku sinni, þegar hún var að fara til óttu- messu á jólum. — Jörð öll var undir fönn. Það var myrk skamrn- degisnótt. Sleðar með fnæsandi hestum fyrir þutu yfir fannbreið- urnar. Á hæðinni, er reis upp af sléttunum, gnæfði k'rkjan, og sendi frá sér hina skæru birtu út í myrkrið fyrir utan. „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, skal sjá mikið ljós . Alt í einu ómaði sálmurinn innan frá kirkjunm: „Var hálsad sköna morgonstund.“ Guðsríki tók völdin í sálum mannanna. Hátíð friðarins, lífsins HS Ijóssins var komin, og jólasálmur Wallins boðaði frið á jörð «g dýrð í upphæðum, er streymdi n’ður í hjörtu jarðarbarna. •>Mínar fegurstu bernskuminningar eru tengdar við þennan sálm , sagði frk. E. Möllerstedt. — — — Margir kunnir menn hafa fyr og síðar orðið til þess að skrifa um Wallin, og nú alveg nýlega hefir Hilmer Wentz, prest- ur í Hoor á Norður-Skáni, skrifað allmikla bók um hann, er ber nafn skáldsins. Við H. Wentz kannast margir andlegrar stéttar *nenn hér á landi, síðan hann dvaldi hér sumarið 1936 og kynti sór íslenzkan sálmakveðskap og íslenzkar þýðingar á Wallins- salmunum. Margir íslenzkir prestar myndu hafa ánægju af því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.