Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 25
Kirkjuritið.
Kirkja Finnlands.
367
landi. Þakka sænskir Finnar það núverandi erkibiskupi í
Abo, Erkki Ivaila, hinum mesta ágætismanni. Hafa þeir
siðan, erkibiskup og Max von Bonsdorf í Borga, mjög
unnið að samvinnu sænskra og finskra safnaða. Og er nú
svo talið, að kirkja Finnlands vinni mjög þarft verk í því
lilliti að eyða þjóðernakalanum. Þar sem meiri hluti safn-
aðar er sænskumælandi, lýtur sá söfnuður sænska bisk-
upsstoinum. Annars finskum. Auk erkibiskups, (Ábo erki-
biskupsstóllinn varð til fyrir tilskipun Rússakeisara 1817
til að losa tengslin milli Svíþjóðar og Finnlands) og sænska
biskupsins í Borgá, sem allir sænskumælandi söfnuðir í
landinu lúla, eru þrír aðrir lúterskir biskupar í Finnlandi:
Biskupinn í Tammerfors, A. Lehtonen, yngsti biskup
Norðurlanda og einn fallegasti og drengilcgasti maður,
sem ég liefi séð, sennilega mesti maður finsku kirkjunnar
eins og stendur og væntanlegur erkibiskup, og biskup-
arnir í Yiborg og Uleá. * - Grísk-kaþólska kirkjan telur
fjölda manns og eru í landinu tveir biskupar hennar, eins
°g áður gat, í Viborg og Serdavala. Af grísk-kaþólsku
kirkjunni hafði ég harla lítil kynni. Var þó við eina
guðsþjónustu í Helsingfors, sem mér þólti hin merkileg-
asta, en því miður ekki rúm til að segja frá hér. Undir
forsæti hinna lútersku biskupanna er dóm- (kórsbræðra)
samkunda. Hefir hún aðsetur á biskupssetrinu eða heldur
þar fundi sína. Fylgir ein dómsamkunda bverju bisk-
upsdæmi. Varaforseti hennar er dómprófastur, skipaður
af blutaðeigandi biskupi, aðrir er sæti eiga í henni eru 2
prestar og einn lögfræðingur. Fara þær með fjármál bisk-
upsdæmisins og pról’a prestaefni áður en þau ganga undir
vígslu. Þær liafa afskifti af veitingum prestsembætta. Hér-
aðsprófaslar, sem einstakir prestar aftur lúta, bera á-
byrgð gagnvart þeim. Mikilhæfir prestar innan kirkjunnar,
sem unnið hafa sér álit sakir lærdóms eða annara verð-
^eika, fá prófaststitil á efri árum. _________
*) Síðan þetta var ritað, hefir Finnland fengið nýjan biskupsstól
i Kuopio i Norður-Finnlandi.