Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 20
362
Sigurjón Guðjónsson:
Nóv.-Des.
Siðbótartímabilið er merkilegt í kirkjusögu Finnlands,
og elur mesta afburðamanninn, sem finska kirkjan liefir
átt:— Micbael Agricola.
Siðbótin berst ótrúlega fljótt til Finnlands, frá Þýzka-
landi. Árið 1523 — aðeins 6 árum eftir að Lúter festi upp
sínar frægu greinar i Wittenberg — gerðist prestur einn
í Ábo svo djarfur að prédika í anda bennar. Hann bafði
verið i Þýzkalandi og hlýtt á siðbótarmennina. En sá
prestur dó ungur, og þá kemur Agricola til sögunnar.
Hann var prestssonur og var ungur settur til menta.
Hann „stúderaði“ þrjú ár í Wittenberg bjá Lúter og Mel-
anlcton og kom lieim aftur 1539 með meðmælabréf frá
lærifeðrum sínum. Agricola befir stundum verið kallaður
Lúter Finnlands sakir afburða liæfileika sinna og brenn-
andi ábuga á siðbótinni og kristnilífi þjóðar sinnar. Um
margt mættum við líkja honum við Gissur biskup Einars-
son, þó að Agricola yrði happadrýgri. Staða lians gerði
honum auðvelt til áhrifa, þar sem hann varð rektor við
prestaslcólann í Ál>o. Fyrir frábærar gáfur og viljaþrótt
náði hann ungur að aldri hæstu metorðum og varð biskup
1554, en dó eftir aðeins þriggja ára biskupsdóm. Þrátt
fyrir stuttan vinnudag bafði hann eflt kirkju og kristni
landsins meira en nokkur fyrirrennari hans á biskups-
stóli. Hann var á sífeldu ferðalagi um landið kristindómn-
um til eflingar, enda verður varla sagt, að hann festi
djúpar rætur hjá finsku þjóðinni fyr en með Agricola.
Ómetanlegt er starf hans finsku þjóðinni með því að hann
]>ýðir Nýja testamentið og nokkurn hluta Gamla testa-
mentisins á finsku. Hann skrifaði finskt stafrófskver —
Finn-Finnar voru undantekningarlaust ólæsir á þessum
tímum — og liefir verið fyrir það kallaður faðir finskra
bókmenta. Agricola gaf kirkjunni lielgisiðabækur á finsku.
Skrifaði auk þess fjölda bóka. Auk þess var liann afburða
prédikari. Starfi lians fyrir finsku kirkjuna má líkja við
starf það, sem þeir Gissur Einarsson og Guðhrandur Þor-
láksson intu af hendi samanlagt fyrir íslenzku kirkj-