Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 14
356
Erlendur Þórðarson:
Nóv.-Des.
legasta og jafnframt blessunarríkasta afrek, sem nokkuru
sinni hefir verið unnið á jörðu, er unnið af honum, er
Iiann megnar að gefa mannlegum hjörtum trú á algóðan,
almáttugan Guð — Guð föður, er leiði oss með óum-
breytanlegri elsku og forsjón að dýrðlegu marki, liversu
sem oss virðist dimt og einmanalegt á líðandi stund!
Eg veit ekki til þess, að hægt sé að henda á nokkuð
þvílíkt hjart ljós fyrir líf vort og líðan eins og þetta. Þetta
er jólaljós mannssálarinnar, er enzt getur alla æfi. —
Eins og barnið þráir liinn ljúfa blæ kærleikans frá um-
Iiverfi sinu, eins þráir og þarfnast hjarta hvers fullorðins
manns ekkert meir alla daga en að eiga vitund um elsku-
ríka hönd Guðs við lilið sér.
Hvílíkt undur undranna að geta opnað vitund mann-
anna fyrir því, að þessu sé svona varið.
Hvílíkt kraftaverk kraftaverkanna að geta hrundið lil
hliðar þungum björgum efa, tortryggni, svartsýni og
harðneskju og gefið mönnunum hjarta trú á Guð kær-
leikans, trú sem á frelsandi mátt til að lyfta mönnum
yfir marga örðuga Iijalla á lífsleiðinni!
Hvað er eðlilegra en að ýms undur og stórmerki hafi
gerst við fæðingu og hérvistarlíf þess, sem slíku krafta-
verki reyndist og reynist vaxinn?
En eins og vér kveikjum ljósin og slökkvum þau aftur,
eftir að þau hafa logað nokkura stund, — eins fæðist lífið
varir nokkura stund, og slokknar. Bernska — mann-
dómsár og — elli. Ilið eina, sem nokkur á vísl uni
framtíð sína, er, að hið sýnilega lif lians lmigur innan
stundar lil moldar.
Koma dauðans er yfirleitt andstæð eðlisþrá manna, hæði
vegna þjáninganna, sem oftast eru undanfari hans, og
vegna þess, að ljós eða óljós lnighoð eru flestum mönnum
gefin um það, að eftir dauðann lialdi vitundarlífið áfram í
enn hærri mynd og' við einhver kjör, og hugsunin um
drýgðar syndir getur lagst þungt að. Það er ekki sizt á