Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 22
364 Sigurjón Guðjónsson: Nóv.-Des.
Ef til vill er kirkjusaga Finna auðugri að þeim en kirkju-
saga hinna Norðurlandaþjóðanna. Og svo vel liefir viljað
til, að þær liafa allar gerst innan ramma kirkjunnar. Sum-
staðar hefir það átt sér stað, eins og t. d. í Svíþjóð, að þær
liafa risið gegn kirkjunni og unnið henni ógagn. í Finn-
landi liafa þær venjulega bygt kirkjuna upp með sínum
hrennandi áhuga á starfi hennar, en um Ieið ást til
hennar. Vakningastefnurnar í Finnlandi hafa verið salt
jarðar, sem finska kirkjan stendur i þakklætisskuld
við.
Ein af kunnustu vakningunum er kend við sænska prest-
inn og grasafræðinginn Lars Levi Lestadius, sem var prest-
ur í nyrztu Lappabygðunum á landamærum Finnlands og
Svíþjóðar um miðja 19. öld. Hafa áhrif hans orðið meiri
í Finnlandi en í Svíþjóð. — Leggja Lestadianar mikið upp
úr bænalifi og frómu líferni, enda er siðgæði, þar sem þeir
eru fjölmennir, á háu stigi. Áfengisnautn þekkist ekki á
meðal þeirra.
Á síðari hluta 19. aldar fór trúarlegt frjálslyndi að láta
nokkuð til sín taka í Finnlandi, eklki sizt fyrir áhrif
Schoumans, er var merkilegur kirkjuhöfðingi, prófessor
í guðfræði og einn af þektustu stjórnmálamönnum Finn-
lands, en þó verður það ekki talið einkenni finsku kirkj-
unnar. — Eins og segir sig sjálft, hefir finska kirkjan lenl
í miklum þrengingum á umliðnum öldum. í hinum tíðu
styrjöldum milli Svia og Rússa var Finnland livað eftir
annað vígvöllur. Finnland var varnarmúr Svía, sem rúss-
neska flóðbylgjan skall á. Rússneskir herir óðu yfir land-
ið, rændu og rupluðu, og margir fallegustu helgidómar
landsins voru brendir að meira eða minna leyti, t. d. hin
gamla Rorgádómkirkja. Margir beztu kirkjunnar menn
létu lifið i styrjöldum. Eftir að Finnland komst undir
Rússland, sumpart 1721, sumpart 1809, gerði rússneska
stjórnin allmikið að því að efla grísk-kaþólsku kirkjuna
á kostnað hinnar lútersku — og enn i dag er fjöldi grísk-
kaþólskra manna i Finnlandi. Heil stór héruð af Austur-