Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.12.1939, Qupperneq 35
Kirkjuritið. Sýn keisarans. 377 Það var hann, sem hélt nú upp til þess að færa þessa fórn, og voru trúnaðarmenn hans í fylgd með honum. Agústus lét bera sig í burðarstól, því að hann var gamall og átti erfitt með að ganga öll þrepin upp á Capitolium. Hann hélt sjálfur á búrinu með dúfunum í, sem hann ætlaði að fórna vernd- aranda sínum. Hvorki prestar, hermenn né öldungaráðsmenn tylgdu honum, heldur aðeins nánustu vinir. Blysberar gengu á undan honum eins og til þess að greiða veginn í náttmyrkrinu, °S á eftir honum fóru þrælar og báru altarisþrífótinn, viðinn, tornarhnífana, eldinn helga og alt annað, sem þurfti til fórn- tæringarinnar. A leiðinni var keisarinn í fjörugum samræðum við trúnaðar- menn sína, og fyrir því tók enginn þeirra eftir undursamlegri þögn og kyrð næturinnar. Þá fyrst, þegar þeir voru komnir á eyðistaðinn efst á Capitolium þar sem nýja musterið skyldi veisa, skildist þeim, að eitthvað óvenjulegt væri á seiði. Þetta var ekki eins og hver önnur nótt, sáu þeir, því að uppi a klettabrúninni sáu þeir furðulegustu mynd. í fyrstu hugðu þeir, að það væri stúfur af gömlurn og kræklóttum olíuviði. því næst, að ævafornt steinlíkneski úr Júppítersmusterinu væri komið þarna út á klettinn. Loks skildist þeim, að það gæti ekki verið neitt annað en Völvan forna. Aldrei höfðu þeir séð neitt jafn gamalt, jafn veðurbarið né jafn risavaxið. Þeim stóð ógn af þessari gömlu konu. Hefði keis- arinn ekki verið þar, myndu þeir allir hafa flúið jafnharðan öeim í hvílur sínar. ,,Það er hún,“ hvísluðu þeir hver að öðrum, ••hún sem lifað hefir jafn mörg ár og sandkornin eru á ströndinni 1 heimahögum hennar. Af hverju er hún stigin úr helli sínum einmitt nú í nótt? Hvað boðar hún keisaranum og ríkinu, hún sem ritar spádóma sína á blöðin á trjánum og veit, að vindurinn ■>er þeim véfréttina, sem hún er ætluð?“ Þeir voru svo skelfdir, að hefði Völvan aðeins bært á sér, þá ntyndu þeir allir hafa varpað sér á kné og drepið höfði við lorðu. En hún sat alveg grafkyr. Hún sat á- hækjum yzt úti á brúninni, skygði hendi fyrir augu og starði út í nóttina. Hún sat Þarna eins og hún hefði stigið upp á klettinn til þess að sjá betur atburð í fjarska. Hún — hún gat þá séð eitthvað á annari eins nótt. A sama augabragði tók keisarinn eftir því og alt fylgdarlið hans, |"e myrkrið var mikið. Enginn þeirra gat séð handa skil. Og versu djúp var þögnin og kyrðin? Þeir gátu ekki einu sinni u > rt þunganið Tíbers. En það var eins og loftið ætlaði að kæfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.