Kirkjuritið - 01.12.1939, Blaðsíða 48
Nóv.-Ðes.
Söngur til móðurinnar.
(Með hliðsjón af norskum texta).
Móðir! Hversu helRur hljómur hreyfist inst í sálu mér.
Drýpur niður dögg í hjartað, dregið ský frá sólu er.
Þá ég heyri nefnt það nafnið — nafn það grœðir hulin sár —
líða fram í ljúfum myndum löngu horfin bernskuár.
Kæra móðir, milda móðir, man ég kærleiksfaðminn þinn,
þínir söngvar, þínar bænir þrýsta mér í himininn.
Þú mig vafðir ástarörmum innilega í vöku og blund,
kystir tárin burt, og baðst mig, blítt að lcita á Jesú fund.
Vefjast milt um vökudrauma, verður hugnæm hverful stund,
minningarnar bjartar berast blítt og rótt úr helgum lund.
Yndisfagra móðurminning minni sálu lífið bar.
Kærleikurinn helgi og hreini, hann í öllu mestur var.
Astar þakkir, elsku móðir, eru á himnum launin þín,
þakka alt, sem þú mér veittir, þakka tárin vegna mín.
Morgunstjarnan milda, djúpa, móðurástin, heilög lind,
Hugrún.
f,,,,tUMin»»»'"*'