Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 15

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 15
Kirkjuritið. Andlegt líf og ytri kjör. .... bæði kann ég að búa við lítinn kost; éq kann einnig að hafa allsnægtir; hvervetna og í öllum hlutum hefi ég lært þann leyndardóm bæði að vera mettur og vera hungraður, bæði að hafa allsnægtir og líða skort ...“ (Fil. 4,12.) Mjög virðist hafa verið kært með Páli og trúbræðrum hans í Filippíborg. Þeir eru, ef svo mætti segja, hans „uppáhalds“-söfnuður, hans elskuðu og eftirþráðu bræð- ur, gleði hans og kóróna. Kærleika sinn og fórnfýsi hafa þeir lika reynt að sýna honum á móti. Líklega hafa þeir verið fátækir eins og flestir liinna fyrstu kristnu og ekki liafa þeir haft nein efni á því að leggja fram digra sjóði til sameiginlegra safnaðarstarfa eða til að styrkja trúhoð Páls í öðrum borgum. Þó virðast þeir hafa klifið þrítugan hamarinn til að veita honum þá hjálp, er þeir megnuðu, og sent honum fé öðru hvoru. Með mikilli gleði hefir Páll veitt þessum fórnum vina sinna viðtöku, ekki vegna auranna, sem hann fékk til eigin þarfa, heldur vegna þess kærleika og fórnarlund- ar, sem þær voru sprottnar af. Fvrir Pál sjálfan skifta peningarnir engu máli. Hann er enginn fastlaunamaður, sem krefst launa sinna, hækkandi samkvæmt vísitölu. Öllu slíku er hann alveg óháður. Það veltur á ýmsu hjá honum, hvað ytri kjör snertir. Stundum hefir liann alls- nægtir stundum líður hann skort. En þetta gerir hon- um ekkert til. Líkamslíðan og efnahagur liggur honum i léttu rúmi vegna þess, að hann hefir lært þann leynd- ardóm bæði að vera mettur og vera hungraður.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.