Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 17

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 17
Kirkjuritið. Andlegt lif og ytri kjör. 11 inn allur við það eitt, hverju hann muni fá áorkað íslandi til framfara og' farsældar. Hann er að vísu veikur af heimþrá, „en“, segir hann í hrjefi til föður síns, „ekki síður en mig langaði heim girntist ég og svo að koma i föðurlandi mínu nokkru því til vegar, sem ég hefi séð i hinum siðaðri löndum og ég þóttist sannfærður um, að þrifizt gæti á Islandi“. Ætli Tómas Sæmundsson hafi ekki verið húinn að læra þann leyndardóm að láta sig litlu skipta sinn ytra hag, þegar hann milli blóðupp- gangsins festir huga sinn við það eitt, hvernig hann fái dugað þjóð sinni bezt, hvaða gagnlegar nýungar hann geti komið með, ef hann á þá nokkru sinni afturkvæml lieim á Frón? Sú hugsjón, sem opnaði honum þann leyndardóm, var sú fölskvalausasta ættjarðarást, sem búið hefur í hrjósti nokkurs Islendings. En þetta er nú náttúrlega ekki algeng saga. Þetta er undantekning. Þetta er saga göfugmennis, afburðamanns, sem ber höfuð og herðar vfir allan fjöldann að andlegri atgerfi. Fvrir flesta verður striðið við fátækt, sjúkdóma og aðra erfiðleika að vonlítilli baráttu, sem veldur þeim andlegum kyrkingi og svartsvnni hugarkvöl. Sú var tíðin, að ekki hafði kirkjan það álit á skorti og kröppum kjör- um manna, að þau væru böl, sem drægi mennina niður i andlegan vesaldóm. Þvert á móti var talið, að fátækt- in væri hinn bezti skóli og likleg til að efla andlegan þroska. Samkvæmt nútímaskoðunum er slíkt fjarri öllu lagi. Eftir okkar skilningi er það einmitt einn þátturinn í kristninni lífsliugsjón að vinna hug á höli fátæktarinn- ar með réttlátari skiftinguin lífsgæðanna meðal allra jarðarinnar barna. Þetta er kirkjunni mjög vel ljóst, enda þótt hún sé oft ásökuð fyrir að vinna að hinu gagn- stæða. A ofanverðri seinustu öld var séra Helgi Hálfdán- arson prestur í Görðum á Alftanesi. Um efnahaginn og andlega lífið í söfnuðum hans farast biskupi, dr. Jóni Helgasyni, svo orð i minningargrein: „En það, sem eink-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.