Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 26

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 26
20 F. A. F.: Uppl. verkm. og málsm. Jan.-Febr. kallaöur landráðamaður, þarf hann livorki að blikna né roðna, og þá — eftirtektarvert er það — ekki heldur sá, sem raunverulega kynni að vera það. Hér á við gömul saga, sem allir kunna og oft er vitnað í. Maður nokkur tók upp á því að tilefnislausu að hrópa orðið úlfur. Þetta orð var að réttu lagi.og fyrst í stað svo mikið sterkyrði, að það kom heilu þorpi í uppnám. En þegar úlfurinn kom, var það á vörum þessa manns orðið svo innilialdslaust, svo verðfallið, svo vanmáttugt, að það hreyfði ekki við nokkrum manni, og iilfurinn gat í bezta næði rifið i sig bæði hirði og hjörð. Með einhverjum ráðum verður að fá þá, sem mest skrifa og skrafa vor á meðal, til að sneiða hjá ýkjum og misnotuðum sterkyrðum. Friðrik A. Friðriksson. Menntun mæðranna. A herðum mæðra hefir æfinlega livílt allur aðal- þunginn af uppeldisstarfinu. Því starfi uppeldisins, sem mestu varðar. Það er kirkjan og mæðurnar göfugu og mikilhæfu, sem fyrst og fremst liafa viðhaldið og varðveitt menn- ingu lijartans á liðnum öldum og enn á okkar dögum. Skal þó hvorki því gleymt, né vanþakkað það, sem aðr- ir liafa gert í þeim efnum. En þegar íslenzka þjóðin á nógu sannmenntaðar og lærðar konur og mæður, þá kemur hitt af sjálfu sér, þetta, sem við nú erum að berjast við að leiða úr öng- þveiti til réttari vegar og baldbetri hátta. Þá skapast fleiri heimilum öryggi og festa, máttugri og traustari uppeldisáhrif, og enn fleiri vel siðuð börn. Þá hverfur skilningsleysið og tortryggnin gagnvart barnaskólunum — sá ormur, er nú nagar rætur þess gróðurs, sem við erum að revna að hlúa að og vernda.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.