Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 28
Jan.-Febr. Hrun — viðreisn. Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni og mælti: Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað, hvað til friðar heyrir! en nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir mun gjöra hervirki um þig og setjast um þið og þröngva þér á alla vegu; og þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma. Lúk. 19, 41—44. Jesús Kristur er á liinztu leið sinni suður til Jerúsalem. Efst af Oliufjallinu blasir borgin allt í einu við sjónum lians. En svo undarlega bregður við, að bann sér borg- ina ekki eins og ltún raunverulega er, beldur befir aug- um lians opnazt sýn inn í hulda dóma framtíðar, og bann sér þar, sem bærinn á að standa, aðeins rústir. Djúp augu bins mikla sjáanda verða barmafull af sorg, frammi fyrir því bruni, sem ltann veit, að koma muni. Á örskjótri svipan skynjar sál lians, hverjar þær or- sakir muni vera, sem valda þessum rústum. Sem í leift- ursýn sér binn djúpsæi andi, að öll þessi ægiþrungna kollvörpun á sér rætur að rekja til þess hamingjuleysis, að börn hinnar hrundu borgar þekktu ekki sinn vitj- unartíma. Með öðrum orðum, að þessi tortíming eigi sér á einhvern hátt rætur að rekja til innri, andlegra meinsemda mannanna, sem búa innan húsa, sem jafnast munu þarna við jörðu. Frásögn þessi um yfirvofandi fall heillar borgar hlýt- ur að fá alveg sérstakan hljómgrunn í sálum vor nú-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.