Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 29

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 29
KirkjuritiS. Hrun — viðreisn. 23 timamanna. E>að er engu líkara, en vér heyrum þarna sagt frá því, sem liefir verið að gerast i enn stórkþstlegri stíl meðal vor nú á timum. Víða um heim rýkur nú úr rústum hrennandi húsa, og sú skelfing ógnar ótal borgum, að þœr verði jafnaðar við jörðu aðeins á nokkrum klukkustundum. Og blandast nokkrum hugur um, hvort þessari nútíma tortimingu hefði ekki mátt afstýra. Dylst nokkrum, að þetta ægislungna nútímahrun stafi í raun og veru ekki af því einu, að einsaklingar og þjóðir vissu ekki, hvað til friðar heyrði? Þessi társtokkna lílcing Krists um þjóðir, sem ekki þekkja sinn vitjunartíma, hlýtur því að fá nýtt örlög- þrungið gildi í dag fyrir oss nútímabörnum. Menn munu nú sjá, að allri þessari eyðingu hefði niátt afstýra, ef vel hefði verið á haldið. Jafnvel óskyggn augu þóttust sjá fyrir þessar skelfing- ar, héldi mannkynið áfram á þeirri braut, sem það var á. Sú styrjöld, sem nú geisar, á sér langan aðdraganda. Um langt skeið hafði að þvi verið unnið að hervæða hug og hjörtu hinnai nýju kynslóðar. Hugsjón friðar °g bræðralags var víða stungið svefnþorn, hatur kynrit oiilli stétta og þjóða og kristin trú og siðgæði dæmd iiégilja. Fræg leikkona ein — Lulu Ziegler — segir í við- tali við blaðamann 1935 eftirminnileg orð, sem síðar liafa verið uþptekin af þektum rithöfundum sem ágætt sýnisliorn af hugsunarhætti margs nútímamanns. Hún segir: Ég trúi því, að það eitt, að forn siðaboð erli kom- in veg allrar veraldar, að það muni skapa óendanlega möguleika til hamingju fyrir komandi tima. Hér er óneitanlega skýrt að orði kveðið. Eitur sams- konar lifsstefnu, sem þarna er flutt, hefur verið byrl- í ýmsum myndum flestu nútímabarni og með ofur- hraða hefur það læst sig frá manni til manns, þjóð til þjóðar. Skólar og kirkja hafa staðið tiltölulega máttlaus

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.