Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 10

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 10
8 KIRKJURITIÐ og flóknar útlistanir trúarlærdóma, sem að engu gagni koma. Eina játningin, sem hún öll undantekningarlaust á að reynast trú, er játning lífernisins. Það er sanna postullega trúarjátningin, því að svo vildu postular Krists og fyrstu lærisveinar játa trú sína, í verki og sannleika. Það er játningin, sem Jesús krafðist í fagnaðarerindi sínu, eins og Fjallræðan sýnir allra gleggst. Eða orðin, þegar hann renndi með ást augum yfir mannfjöldann í kringum sig og mælti: Hver er móðir mín og bræður mínir? ... Sjá, hér er móðir mín og bræður mínir. Því að hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn og systir og móðir. Eða dómur hans, þegar hann dregur tjaldið frá, er skilur tíma og eilífð, og sýnir í anda allar þjóðir frammi fyrir hástóli sínum: Komið, þér hinir blessuðu föður mins, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grund- völlun heims; því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta; gestur var eg, og þér hýstuð mig, nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var eg, og þér komuð til mín. . . . Sannlega segi eg yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. Um þessa játningu lífsins á kirkja vor að sameinast og þá eignast hún í ríkum mæli máttinn til að sameina þjóðina, en ekki að öðrum kosti. Sem sameinuð kristin þjóð munu Islendingar vissulega megna að sigrast á erfiðleikum og leysa vandamál kom- andi tíma. Félagssjónarmiðið og stjórnmálasjónarmiðið á að vera sjónarmið kristindómsins. Ekkert málefni er grandskoðað fyrr en ljósið frá Kristi hefir fallið á það. Starf kristindómsins og líf verður að breiðast yfir allt, frá arni heimilisins til æðsta valdastóls. Ef til vill á engin þjóð jarðarinnar fegurri sálmabók en vér. En þó brestur þar mjög tilfinnnanlega á söngva starfsins og baráttunnar fyrir málefni kristindómsins. Sá strengur verður að óma meir í brjósti þjóðarinnar. Já, á því sviði á öll þjóðin að yrkja sín dýrustu og fegurstu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.