Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 18

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 18
16 KIRKJURITIÐ urinn sagði, og útskýri þau svona: Síðan mér varð það Ijóst, hve glannalega, syndsamlega og hættulega mann- kynið ekur bifreið sinni, síðan trúi ég á forsjón. Því að það er hreint undur, að vér skulum enn vera á lífi og heimur vor ekki sprunginn í loft upp. Það er allt kærleika Guðs og biðlund að þakka, sem endurreisir og endurlífgar, bjargar og frelsar frá öllu illu. Skáldið, sem orti 23. sálm, tekur líkingu úr friðsælu náttúrulífi í heimahögum sínum. Hann dregur upp mynd- ina unaðslegu af hirðinum, sem gætir hjarðar sinnar á grænum grundum og við straumhægar elfur. Yfir er yndi og friður. Og oss þykir vænt úm hirðinn. Hann er vitur maður. Stundum saman, ef til vill dög- um saman, er hann aleinn á völlunum með hjörð sína. Á daginn hefir hann nægan tíma til að hugleiða hina miklu leyndardóma lífsins og á nóttum skýrir leiftrandi festingin honum frá hátign Guðs og speki. Þannig öðlast hann vizku. Hann hefir skarpa sjón. Hann sér hætturnar, sem ógna hjörðinni, og kann að bægja þeim frá. Þegar einn sauðurinn villist á burt, leitar hann hans, unz hann finnur hann, og kemur honum fagnandi í flokkinn aftur. Þannig segir í dæmisögunni um týnda sauðinn. Þessi fagra mynd á að minna oss á það, að faðir vor á himnum er góði hirðirinn. Eilíf ást hans hefir látið menn- ina og mannkynið verða til. Honum er annt um börnin sín. Hann hryggist, er þau syndga og glata gæfu sinni. Hann þráir að leiða þau hvert og eitt á hjálpræðisveg. Hann vill bjarga öllum, öllum, sem villzt hafa burt í vanþekk- ingu og synd. Maðurinn hefir öðlazt viljafrjálsræði til að velja milli góðs og ills. Hann misbeitir því iðulega og bakar sér böl og sekt. En almáttugur kraftur Guðs vakir yfir orðum hans og gjörðum. Guð leiðir hann með undursamlegum hætti gegn vilja hans, til hjálpræðis, breytir kvöl hans í blessun og ávirðingum hans í uppsprettu vizku og ei- lífrar blessunar. Því að Guð er undursamlegur í ráðum

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.