Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 21
NÝ KIRKJA í MÖÐRUDAL
19
ari og fyllri að vöngum en mig minnti að hún hefði ver-
ið, og kvað Jón svo vera. Þetta væri með vilja gjört. Sér
Möðrudalur á Fjöllum.
virtist það fegurra, enda munu ýmsir listamenn okkar
hafa sams konar smekk. Ein mynd dró þó sérstaklega að
sér athygli mína. Hún var af Kristi, þar sem hann situr
á einum Möðrudalshnúka og fólkið stendur undir í lest
°g hlýðir á boðskap hans. Sá ég þegar, hvað myndin ætti
að tákna: Fjallræðuna. Var yfir henni svo heilög ein-
feldni og tilbeiðsla, að mér hlýnaði um hjartarætur. Skildi
ág, að þetta myndi eiga að vera altaristafla í Möðrudals-
hirkju hinni nýju, sem nú var í smíðum.
Við gengum út aftur að skoða hana. Ég spurði, hver
hefði gjört uppdrátt að kirkjunni. „Það hefir enginn gjört“,
sagði Jón, „ég hefi bara hugsað mér hana svona. Þegar
búið er að fullgera hana, getið þið tekið ljósmynd af henni,
ef þið viljið, og haft hana fyrir uppdrátt."
Læt ég nú Jón bónda sjálfan segja frá.