Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.01.1950, Qupperneq 24
22 KIRKJURITIÐ gjafir hafa orðið mér mikill styrkur. Og bráðum verður kirkjan fullgerð. Já, nú rís aftur sóknarkirkja í Möðrudal. Kirkjuvígsla í MöðruddL. Kirkjusmíðinni miðaði áfram eftir þetta með líkum hætti og Jón bóndi hugsaði sér. Var kirkjan fullbúin til vígslu 4. sept. síðastl. Biskupinn kom með fríðu föruneyti og mikill mannfjöldi úr öllum áttum, um eða yfir 200 manns. Biskupinn vígði kirkjuna og flutti mjög fagra ræðu, en fjórir prestar voru vígsluvottar og aðstoðuðu við athöfn- ina. Söngflokkur úr Mývatnssveit söng undir stjóm Sig- fúsar Hallgrímssonar í Vogum. Var það mjög rómað, hversu allt hefði farið hátíðlega fram og mikil hrifning snortið mannfjöldann. Sóknarpresturinn séra Sigurjón Jónsson frá Kirkjubæ messaði, og birtir Kirkjuritið hér á eftir prédikun hans sökum áskorana. Að lokum sungu allir versið: Son Guðs ertu með sanni. Flestir komust inn í kirkjuna; og vakti það undrun, hve marga hún fékk rúmað. Þótti það þrekvirki af ein- um manni að koma upp svo traustu og snotru Guðs húsi, og dáðust menn að dugnaði hans og fórnfýsi. Jón bóndi laðaði inn gesti af sömu alúð og fornmenn þeir, er gjörðu skála sína um þjóðbraut þvera og höfðu jafnan vistir á borðum fyrir hvern þann, er þiggja vildi. Voru hús í Möðrudal skipuð fólki þennan dag frá morgni til kvölds og öllum veittur hinn bezti beini. Fannst mönn- um sem fyrr mikið til um gestrisni Jóns og samfögnuðu honum yfir unnum sigri. Myndin hér í ritinu gefur góða hugmynd um Möðru- dalskirkju. Hún gnæfir yfir önnur staðarhús, og tum hennar lyftir merki krossins mót himni. Hún er höfuð- prýði heima á staðnum og sést langt að. Hún mun á komandi árum og öldum flytja sama boð- skapinn sem öræfakirkjan mikla allt um kring, fegursta kirkja Islands: Um Drottin dýrðarinnar og kærleikans, hinn algóða föður frelsarans Jesú Krists. Á. ö.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.