Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 32

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 32
30 KIRKJURITIÐ á það. En eins og yfir örsmæðinni hvílir yfir þessu vamar- bandalagi hulin vemd. Skoðið alveldi Guðs, — í örsmæð sem alstærð, — að alnánd sem alfirð, og sjá, þar ríkir eining, og ekkert annað en eining í óendanlegri fjölbreytni. Kjami Guðs lögmáls er skýr, og hann felur í sér prédikun. Hún snýst um lífsháttsemi. Það er eggjun um bróðurlega samvinnu í öllu skapandi starfi — herhvöt til vinsamlegs sambýlis, þrátt fyrir andstæður að eðli og háttum. f Guðs lögmáli á ekkert ofbeldi heima. Einræði er frávik frá lög- um hans og réttri leið. Þannig talar Guð til vor í sínu heilaga, óritaða orði. Ég legg lögmál hans fyrir yður á þessari vígslustund sem reglu um lífið frá hæðum, og sem vegvísi út í gegnum árin. Og vegna þess að ég veit, hversu þessi regla er til- komin, þá get ég með fullri einlægni og djörfung gjört ummæli spámannsins að mínum og sagt með honum: „Sjá, ég hefi í dag lagt fyrir yður líf og heill.“ Vér endurtökum: Lögmál Guðs er lögmál einingar og bræðralags. Látum þvi allt, sem sundurdreifir, blikna í baksýn. Vinnum að „samvígslu“ allra öfga, en ekki að sundrung. Munu þá mörg myrk kvöld deyja, og Drottinn láta morgna. ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON KENNARI frá Suðureyri í Súgandafirði stundar í vetur framhaldsnám í kristnum fræðum við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan mun hann halda til Noregs til námsdvalar. Þórður er áhugamaður hinn mesti og frábærlega laginn kennari í kristn- um fræðum. Má mjög mikils af honum vænta, ef honum end- ist líf og heilsa. Ef til vill mun Kirkjuritið síðar segja nánar frá námi hans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.