Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 35

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 35
SÉRA THEÓDÓR JÓNSSON 33 ^iggja enn —, sem þjóðin mátti ekki og má ekki enn án vera. Prestsetrin hafa verið andleg heimili safnaðanna, menningarsetrin; þangað hefir verið leitað á sorgar- og gleðistundum; þangað hafa verið sótt holl ráð á vanda- stundum, og ósýnileg bönd kærleika og tryggðar hafa tengt hvert heimili prestakallsins við prestsetrið og þann leiðtoga og vin, sem þar hefir verið að hitta. 1 Bægisárprestakalli hafði síra Theódór Jónsson lifað og starfað meðal safnaða sinna í 59 ár, og af þeim 51 ár sem starfandi prestur, þar af síðustu 6 árin, þegar hann fyrir aldurs sakir átti að láta af embætti, eftir eindreg- inni og einróma beiðni safnaða sinna. Það er ekki óal- gengt, að oss prestum finnist stundum við mæta furðan- lega litlum skilningi frá safnaðanna hálfu og við tölum alltof oft fyrir daufum eyrum og sjáum lítinn árangur starfsins. En við erum sjálfsagt misjafnlega dómbærir í þeim efnum. Fræið þarf stundum að liggja lengi í jörð- inni, þangað til það fer að skjóta rótum; mustarðskornið smáa verður ekki í einu vetfangi að stóru tré, svo að hægt sé að leita skjóls undir greinum þess. Ég efa það ekki, að eins tilfinninganæmur maður og sómakær eins og síra Theódór Jónsson var hafi stundum í sínum langa prestskap haft allþungar áhyggjur, fundizt eins og fleir- uni, að lítill sýnilegur árangur væri af starfi hans. En söfnuðir hans sýndu honum það á gamals aldri, hvílík ítök hann átti í hjörtum þeirra. Enda væri annað lítt skilj- anlegt. Hinn langi þjónustutími hans, meir en hálf öld, hinn hlýi persónuleiki hans og alúð við alla jafnt hlaut að hafa tengt þau bönd kærleika og samúðar, sem urðu að segja til sín. Enda var það svo. Prestur, sem um hálfr- ar aldar skeið, í sömu söfnuðum, hefir veitt hverju bami heilaga skírn, staðfest öll ungmennin, lýst blessun yfir öllum brúðhjónum og kvatt hinztu kveðju og moldu aus- ið alla þá, sem látizt hafa, hlýtur að vera tengdur órjúf- anlegum tengslum við hvert einasta heimili og hvert mannsbam tveggja kynslóða. Nú em þessi bönd rofin, 3

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.