Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 39

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 39
ALD ARMINNIN G 37 um, sem kom úr kaupstað, og hrópað: „Pabbi, pabbi, nú er það fjórða komið, og ég ekki orðinn fjögurra ára.“ En það fjórða var systkini hans, sem fæðzt hafði, meðan faðir hans var burtu. 1 Kelduhverfi leitaði séra Ámi sér fræðslu nokkurrar og las allar bækur, sem hann náði í. Komst brátt það orð á, að hann væri óvenjumikill námsmaður, með afburða gáfur. Þegar foreldrar hans fluttu til æskustöðva sinna aftur, mun hann hafa verið um tvitugt. Skömmu síðar keypti Jón Árnason fjórða partinn úr Skútustöðum og bjó þar til dauðadags. Alls voru böm þeirra Jóns og Þuríðar níu, er á legg komust, tvö dóu í bemsku á Svínadal og sonur uppkom- inn á Skútustöðum — bústjóri hjá móður sinni. Hin syst- kynin sex giftust öll og juku kyn sitt. Systurnar Guðrún og Hólmfríður voru að þeirrar tíðar hætti þekktastar innan sinna eigin heimila, en bræðurnir allir urðu héraðskunnir menn og tveir þeirra að minnsta kosti landskunnir, séra Árni alþingismaður og prófastur á Skútustöðum, og Sigurður, ráðherra og bóndi í Yztafelli. Yngri bræðurnir tveir, Helgi hreppstjóri á Grænavatni °g Hjálmar búfræðingur og bóndi á Ljótsstöðum í Laxár- dal, þóttu vel búnir að ýmsum íþróttum, gleðimenn og hrókar alls fagnaðar, hvar sem þá bar að garði, söngmenn og hljóðfæraleikarar, svo að af bar á þeim tima. Má vera, að þeir hafi tekið nokkuð af þessu í arf eftir forföður sinn Torfa í Klofa, sem sagður var svo mikill hljóðfæraleikari, að það varð að orðtaki manna: „Hef- irðu komið í Klofa, þar sem harpan bannar börnunum að sofa.“ En Torfi var sem kunnugt er afi Vigfúsar sýslu- manns á Skútustöðum, afa Þórunnar ríku. Tvö böm átti Jón Ámason með öðrum konum, Vilhjálm og Júlíönu. Giftust þau bæði og eiga afkomendur. Sigurð- ur sonur Vilhjálms var ágætlega vel gefinn og skáld gott. Skömmu eftir burtför Jóns Árnasonar frá Svinadal fór séra Ámi til Ameríku. Mun menntalöngun hafa knúið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.