Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 40

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 40
38 KIRKJURITIÐ hann félítinn til þeirrar farar. Þar vann hann kappsam- lega fyrir sér og lærði jafnframt svo vel enska tungu, að hún var honum töm til hinztu stundar. Eftir þriggja ára dvöl vestanhafs hvarf hann heim til fslands aftur, gekk þar í Latínuskólann, sem þá var kallaður, las utanskóla og tók sex bekki á þremur árum og hlaut beztu einkunn. Eftir það fór hann gegnum Prestaskólann, og að því loknu fekk hann veitingu fyrir Borg í Borgarfirði, og þaðan sótti hann um Mývatnsþing eftir ósk safnaðanna þar, og flutti þangað vorið 1888. Frá þeim tíma á ég minningar um hann, sem ná yfir heilan aldarfjórðung. Fyrst minnist ég hans, er hann kom með f jölskyldu sína að Amarvatni, á leið til hins nýja bústaðar. Mývetningar höfðu sent honum mann suður um vorið, til hjálpar á leið- inni norður, því ekki voru þá bílar eða flugvélar til að létta mönnum flutninga milli landshluta sem nú. Helgi Stefánsson, hálfbróðir Þorgils gjallanda, varð fyrir val- inu — sá hinn sami, er Stefán G. Stefánsson kveður eftir „Helga erfi“. Það var sólskin og sunnanblær, þegar sást til fólksins vestan eyjuna. Stóðum við börnin úti og biðum nýja prestsins með óttablandinni virðingu. Það var líka hann, sem fyrstur hleypti í hlaðið, glaðvær og fullur af gáska, eins og hver annar Mývetningur. Húsbóndi minn kom út og bauð þau hjónin og fylgdarlið þeirra velkomin. Helgi var síðastur, hann hafði kassahest í togi. Var burst á öðr- um enda hvors kassa og tjöld fyrir. Þegar athugað var, hvað kassarnir höfðu að geyma, kom í ljós, að það voru börn prestsins: Lítil stúlka, fleyg og fær, og nokkurra vikna gamall drengur. Þegar fólkið hafði fengið hressingu og lagt skyldi af stað, vantaði litlu stúlkuna; fannst hún langt úti á túni með fullar hendur af fíflum og sóleyjum; var hún leidd heim og beitt við hana bæði fortölum og einbeittni, áður en hún yrði hneppt í kassann, sem átti að flytja hana í til nöfnu hennar og ömmu, heim í Skútustaði.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.