Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 42

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 42
40 KIRKJURITIÐ um ógleymanlegu fermingarræðum sínum. Það var ást- ríkur faðir, sem bað þar af öllum mætti sálar sinnar, að fermingarbörn þessi mættu varðveita barnseðli sitt til hinztu stundar. Sjö lítil börn krupu við gráturnar og bændu sig, á meðan sunginn var sálmurinn: „Ó þá náð að eiga Jesúm“. Þegar þau risu á fætur, hafði storminn lægt, og sólin hellti geislum sínum yfir allt í kirkjunni. Þau gengu með hrærðum huga til sæta sinna. I eyrum þeirra ómuðu kveðjuorð prestsins: Guð leiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei góðum manni brást. Gakk, gakk, mitt barn, og forlög fyll og finnumst, þegar Drottinn vill. Guð leiði þig. • • * Þetta mál mitt er orðið lengra en ég hafði ætlað í fyrstu; vil ég því reyna hér eftir að stilla frásögn minni í hóf, því að mér er fullljóst, að fleiri eiga hér minningar um mætan mann en ég. Vorið 1913 var séra Árni skipaður prestur í Hólma- prestakalli í Reyðarfirði, eftir 25 ára dvöl á Skútustöð- um. Hafði hann verið þar allt í senn: andlegur leiðtogi sóknarbarna sinna, bústólpi og forsjá eins stærsta heim- ilis hér um slóðir og sverð og skjöldur sveitarinnar, ef honum virtist einhver vilja ganga á rétt hennar. Eins og að líkum lætur, höfðu margar breytingar orð- ið hér á þessu tímabili. Dýrleif Sveinsdóttir, fróðleiks- konan háttprúða, sem honum fylgdi hingað, hafði hvílt í gröf sinni full 18 ár, og börn þeirra bæði voru alfarin héðan. Síðari kona hans, Auður Gísladóttir, glæsileg at- hafnakona, sem gjört hafði garðinn frægan í 17 ár, og stór hópur efnilegra barna þeirra hurfu okkur með hon- um í fjarlægt hérað. Hygg ég, að þá fyrst hafi okkur öll- um orðið ljóst, að átthaga- og ættemisbönd em ekki auðslitin. • • •

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.