Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 45

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 45
SÉRA HALLDÓR E. JOHNSON 43 Eftir 40 ára dvöl vestra kom séra Halldór heim til Is- lands á siðastliðnu sumri. Hann fagnaði því að vera kom- lnn heim. Hann unni fslandi og kvaðst kunna því bezt að geta dvalið hér aila daga sina. Hann fékk þá ósk uppfyllta. Síðasta verk hans í þessum heimi mun hafa verið að flytja kveðjur frá íslendingum í Vesturheimi til Islands °g fslendinga hér heima. Hann óskaði að geta átt þátt í Því að tengja bræðraböndin beggja megin hafsins fastar °g langaði til að vinna að nánari kynningu íslendinga austan hafs og vestan. Séra Halldór var góðum hæfileikum gæddur. Hann var Vel menntaður guðfræðingur. Skáldmæltur var hann og ritaði allmikið af blaða og tímaritsgreinum, einkum um guðfræðileg efni og þjóðfélagsmál. Ritstjóri að tímaritinu >>Brautin“ var hann lengi. Séra Halldór var enn á sæmilega góðum aldri. En dauð- mn kallar mennina á öllum aldri. Til hans kom þetta kall óvænt og fljótt. Kirkja íslands og þjóðin öll harmar þann sorglega atburð, er hann og samferðamenn hans á m.s. »Helga“ fórust svo sviplega. I Ijóði, sem mun vera hið síðasta, sem séra Halldór °rti, er því líkast, sem í huga hans blundi sú þrá að mega hvíla við brjóst Eyjanna. Allir dagar eiga kvöld, og ávallt endar reynslufull leið vegfarandans á jörðu. Séra Halldór er kominn heim. Guð blessi hann og vini hans, austan hafs og vestan. . S. S.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.