Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 51

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 51
BJARTSÝNI KRISTINDÓMSINS 49 en svo. Þeir, sem vilja leggja Fyrstu Mósebók til grund- vallar i þessum efnum, mættu líka minnast þess, að hún segir, að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd. m. Kenningunni um gjörspillingu mannanna fylgir önnur kenning, sem ekki er gleðilegri, að flestir menn, sem enn hafi lifað á þessari jörð, séu eilíflega útskúfaðir frá Guði. Fáeinum verði að vísu borgið fyrir rétta trú og trúar- játningar, en hinir, glötunarhersingin, fari í óendanlegar helvítis kvalir. Þetta stendur í nánu sambandi hvað við annað. Þeir, sem halda fram þessari „ljótu“ kenningu, eins og séra Matthías Jochumsson komst að orði, gjöra bó enga tilraun til að skýra það, hvernig á því standi að algóður, almáttugur og alvitur Guð hafi látið mannkynið verða til með þessi örlög fyrir augum. Þetta sé aðeins staðreynd, hinn mikli sannleiki um Guð og Satan. Að vísu hefir Satan ekki skapað mennina, en vald hans yfir þeim er miklu meira en Drottins. Erfitt er að hugsa sér öllu meiri mótsögn við fagnaðar- erindi Jesú Krists um föðurkærleika Guðs og sigur yfir veldi hins illa. Satan er miklu máttugri en Guð yfir niannssálunum. öll heilbrigð hugsun og trúartilfinning rís öndverð gegn þessum ósköpum. Ég heyrði nýlega til- svar aldurhnigins og gáfaðs bónda við útskúfunarkenn- ingunni. Honum blöskraði svo áróður trúboðans, að hon- um varð þetta eitt að orði: „Nú, þú heldur þá að Guð hafi skapað mennina til að vera móköggla handa þeim vonda?“ Við þeirri spurningu varð trúboðanum svara- fátt, og hann hætti talinu. Satt að segja er þessi kenning svo skelfileg, að lífið yrði mönnum gersamlega óbærilegt, ef þeir tryðu henni í raun og veru. Hugsun um eymd og örvæntingu myndu læsa svo hjartað helgreipum, að menn sæju aldrei glaða stund og gætu naumast haldið viti. Eða hvaða hugsanir skyldu vera voðalegri en þessar: Flestallir, sem þú umgengst, eiga eilífa glötun framundan, 4

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.