Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 55

Kirkjuritið - 01.01.1950, Síða 55
BJARTSÝNI KRISTINDÓMSINS 53 skyldi þá ekki vera leyfilegt að biðja fyrir þeim? Orð trúarjátningarinnar: „Niðurstiginn til heljar“ varpa dýr- legu vonarljósi yfir alla liðna menn. En jafnvel þótt allar trúarjátningar og allir prelátar og prédikarar andmæltu slíkum fyrirbænum, þá myndi móðirin samt biðja fyrir látnu barni. Og bænarandi henn- ar er frá Guði. 1 Nýja testamentinu mun einnig mega finna fyrirbæn fyrir látnum. Engan má svifta huggun hennar né krafti. Eins og allir vita, leggur Kristur megináherzlu á bæn- ina í fagnaðarerindi sínu og bænheyrsluna. Hann segir: Allt, sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður. Hver sú bæn hefir blessun í för með sér. Einnig fyrir þeim, sem látnir eru. Eða skyldi vera ómögu- legt að biðja í Jesú nafni fyrir þeim? Nei, þessi fyrirbæn kirkjunnar um aldir er í fyllstu samhljóðan við fagnaðar- erindi Jesú Krists. Það skildi frumkristnin þegar i upphafi. Jarðarfarirnar voru þá gleðihátíðir. Menn bjuggust hvít- um klæðum, tóku sér grænar greinar í hendur og fylgdu hinum látna í anda til samfunda við Krist með söng og bænagjörð. V. Þessara sjúkdómseinkenna, sem nú hafa nefnd verið, gætir allvíða í kristnilífi annara þjóða, svo hefir heims- styrjöldin leikið þær og fylgja hennar, bölsýnin. Við Is- lendingar megum vera við því búnir, að veikin berist einnig til okkar stranda, því að skammt er orðið yfir höfin, „heimur dagleið hvar sem er,“ eins og skáldið segir. Fyrst og fremst er það skylda prestanna að standa vel á varðbergi og feta í fótspor fyrirrennara sinna, sem kynslóð af kynslóð hafa vakað yfir heilbrigðum og glöðum kristindómi hér á landi. Og alþýða okkar, sem alltaf hefir kunnað að meta sönn orð og skynsamleg, mun veita þeim örugga fylgd. Ég er að vona, að andleg hreysti Islendinga, silfurblár Ægir og logbrandar Heklu standi af sér þennan

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.