Kirkjuritið - 01.01.1950, Qupperneq 57
Séra GuSmundur Sveinsson:
Heimsókn til
heimatrúbo ðsins
danska.
Því verður ekki neitað, að orðið „heimatrúboð“ hefur undar-
legan hljóm í eyrum flestra íslendinga. Ekki þó vegna þess,
að þeir viti svo mikið, hvað heimatrúboð er eða hvernig það
starfar, heldur af hinu, að þeir eru vanir að setja það í sam-
band við ofstæki í trúmáladeilum og varla sæmilegt orðbragð
um andstæðingana. Með allri virðingu fyrir starfi heimatrú-
boðsmanna á íslandi, sem sjálfsagt hefir mörgu góðu til vegar
komið, hafa þeir í málgagni sínu, Kristilegu vikublaði, valið
sér furðulega hrjúfan tón í ritmennsku sinni, sem á að minna
á spámannlega umvöndunarsemi.
Það er þess vegna ekki ósennilegt, að undirrituðum hafi
verið dálítið undarlegt innanbrjósts, þegar hann tók boði sr.
Finns Tuliniusar, sem er að góðu kunnur heima frá dvöl
sinni þar sumarið 1948, að taka þátt í fundi hjá prestafélagi
danska heimatrúboðsins á Norður-Sjálandi.
Fundarstaðurinn var lítill en snotur bær á Norður-Sjálandi,
Melby að nafni. Flestir komu prestarnir með lestum víðsvegar
frá, og margir höfðu þurft að vera snemma á fótum til þess
að geta náð til Melby í tæka tíð. — Það, sem mig fyrst furðaði
á í sambandi við boðið til þessa prestafélagsfundar, var það,
að mér var sagt að taka konuna með, og flestar prestskon-
urnar fylgdu mönnum sínum. Prestskonurnar þurfa ekki síður
en prestarnir að kynna sér og taka þátt í umræðum um andleg
mál, þær þurfa stundum ekki síður en þeir að annast sálu-