Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 68
66
KIRKJURITIÐ
frá 27. júní 1941. Sjái þessir aðilar sér ekki fært að fram-
kvæma heimildarlögin, þá geri þeir tillögur um þegn-
skyldulöggjöf, sem betur henti þjóð vorri, eins og nú
hagar til, t. d. að ríkið efni til framkvæmda, svo sem
við ræktun og byggingu nýbýla á völdum stöðum með
þegnskylduvinnu.
2. Þegnskyldumálið verði tengt skólalöggjöfinni á þá leið,
að síðasta ár skólaskyldunnar verði notað til verknáms
í þegnskylduanda.
Beinir fundurinn þessari ályktun til menntamálaráðuneyt-
isins, og heitir á hin ýmsu félagssamtök í landinu að taka
þegnskyldumálið til rækilegrar umræðu og ályktana.
n.
Fundurinn telur skógræktina, hvort sem er til prýði eða
nytja, mikilvæga framtíðar- og menningarstarfsemi. Telur
hann, að leggja beri mjög aukna áherzlu á skógræktarmálin
í náinni framtíð, og hvetur alla til að leggja þeim lið.
Fundurinn mælir með þeirri hugmynd, að gera skógrækt
að skyldunámi skólum landsins, enda leggi ríkið til plöntur
til gróðursetningar með hóflegu verði.
m.
Fundurinn lítur svo á, að mikil þörf sé á auknu starfi til
eflingar kirkju og kristnilífi í landinu, og hvetur bæði kenni-
menn og leikmenn eindregið til stærri átaka á þessum vett-
vangL IV.
Fundurinn telur þá stefnu heillavænlegasta í guðfræði sem
öðru, að ganga ávallt og óttalaust því á hönd, „sem sannara
reynist", samkvæmt rannsókn, rökum og beztu þekkingu hvers
tíma.
Það er von fundarins og bæn, að jafnframt því, að hin ís-
lenzka þjóð gerir kröfu til að vera stjórnarfarslega frjáls,
megi hún bera giftu til að rísa undir hinum vegsamlega vanda
andlegs frelsis.
Mótinu lauk með guðsþjónustu í Húsavíkurkirkju. Séra Pétur
Sigurgeirsson prédikaði.
Friörik A. Friðriksson.