Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 70

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 70
68 KIRKJURITIÐ sinni í Englandi á s. 1. vetri. Þá kom Guðmundur Sveinsson, Tálknafirði, á fundinn og ræddi nokkuð slysavarnamál. Fundinum lauk síðdegis þriðjudaginn 13. sept. með söng, er Jónas Tómasson, tónskáld, annaðist, en prófessor Ásmundur Guðmundsson, er setið hafði fundinn og tekið virkan þátt í honum, las ritningargrein og bað bænar. í sambandi við fundinn fór fram guðsþjónusta í Reykhóla- kirkju, sunnudaginn 11., þar sem prófasturinn, sr. Einar Sturlaugsson, setti hinn nýkjöma prest að Reykhólum, sr. Þórarin Þór, inn í embættið. Skím og altarsganga fór fram í guðsþjónustunni. Sr. Þorsteinn Björnsson tók til altaris. Söng í kirkjunni annaðist nýstofnaður kirkjukór Reykhólakirkju, undir stjóm Jónasar Tómassonar. Eftir guðsþjónustuna bauð forstjóri tilraunastöðvarinnar að Reykhólum, Sigurður Elías- son, og frú hans prestunum til kaffidrykkju á heimili sínu. — Síðan flutti prófessor Ásmundur Guðmundsson erindi í Reykhólakirkju: „Jesús hefur starf sitt.“ Erindinu var forkunn- arvel tekið, enda fróðlegt og áhrifamikið. — Að því loknu sátu fundarmenn, félagar kirkjukórsins o. fl. boð sóknamefndar Reykhólasóknar, en því hófi stjómaði Magnús Ingimundar- son, Bæ. — Um kvöldið skoðuðu prestamir Reykhólastað. Ján Kr. IsfeldL. Bœkur. En dansk præste og sognehistorie 1849—1949. Samlet og udgivet af Paul Nedergaard sogne- præst. O. Lohses Forlag Eftf. Köbenhavn 1949. Séra Paul Nedergaard, prestur við St. Matteusarkirkjuna 1 Kaupmannahöfn, er mikilvirkur rithöfundur. Hann hefir samið fjölda bóka og auk þess verið ritstjóri í mörg ár. Nú er þetta nýja rit eftir hann tekið að koma út á aldarafmæli Grundvallarlaganna, en við þau varð til að dómi hans hug- takið: Danska þjóðkirkjan. Ritið er lýsing á skipulagi og högum kirkjunnar í Danmörku á þessum 100 ámm og æfi- ágrip þjóna hennar. í fyrsta heftinu segir frá kirkjustjóm- inni, menntamálaráðuneytinu og kirkjumálaráðuneytinu, guð-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.