Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 72
Fréttir.
Nemendur skráðir í guðfræSisdeild 1949—50.
1. Helgi Tryggvason, Reykjavík. 2. Sverrir Haraldsson, Hafnar-
firði. 3. Björgvin Magnússon, Reykjavík. 4. Jónas Gíslason,
Reykjavík. 5. Björn H. Jónsson, Bakka í Viðvíkursveit. 6. Gísli
Kolbeins, Vestmannaeyjum. 7. Ingi Jónsson, Reykjavík. 8.
Kristján Róbertsson, Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. 9.
Magnús Guðjónsson, Reykjavík. 10. Magnús Guðmundsson,
Reykjavík. 11. Eggert Ólafsson, Reykjavík. 12. Fjalarr Sigur-
jónsson, Reykjavík. 13. Ragnar F. Lárusson, Miklabæ. 14.
Þorbergur Kristjánsson, Bolungarvík. 15. Sigurður Magnús-
son, Reykjavík. 16. Þorsteinn Thorarensen, Reykjavík. 17.
Þorvarður örnólfsson, Reykjavík. 18. Ámi Pálsson, Reykja-
vík. 19. Ámi Sigurðsson, Sauðárkróki. 20. Birgir Snæbjörnsson,
Akureyri. 21. Björn Jónsson, Hjaltastaðakoti, Skagafirði. 22.
Bragi Reynir Friðriksson, Siglufirði. 23. Guðmundur Óli Ól-
afsson, Reykjavík. 24. Ingimar Ingimarsson, Þórshöfn. 25. Kor-
mákur Sigurðsson, Reykjavík. 26. Olgeir Möller, Akureyri. 27.
Óskar Finnbogason, Reykjavík. 28. Páll Pálsson, Reykjavík.
29. Rögnvaldur Finnbogason, Hafnarfirði. 30. Rögnvaldur Jóns-
son, Reykjavík. 31. Sváfnir Sveinbjamarson, Breiðabólsstað.
32. Þórir Kr. Þórðarson, Reykjavík.
Nýtt safnaðarblað.
Fyrir síðustu jól tók að koma út nýtt safnaðarblað á Húsa-
vík og nefnist það Sókn. Ritstjóri er séra Friðrik A. Friðriks-
son prófastur. Blaðið fer vel af stað, og má vænta af því mik-
ils góðs.
Nýr fríkirkjuprestur í Reykjavík.
Sunnudaginn 22. janúar s.l. kaus Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík sér prest, og hlaut kosningu séra Þorsteinn Bjöms-
son frá Þingeyri.
wr
Jólakveðja til skólabarna.
Eins og undanfarin ár sendir Bræðralag, kristilegt félag
stúdenta, smáritið Jólakveðju í 16000 eintökum til íslenzkra
skólabama. Ritstjóri er hinn sami og áður, séra Magnús Már
Lárusson háskólakennari.
í kvæðinu um Hóla (í jólaheftinu) hefir misprentazt einn
stafur: Alltaf Hólar eiga skóla, á að vera: alltaf Hólar eigi
skóla.